Umfjöllun: HK fór létt með meistarana Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. desember 2009 22:45 Haukarnir áttu erfitt uppdráttar á móti frábærum varnarleik HK í kvöld. Þetta er því táknræn mynd. Mynd/Valli Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári. HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir meistarana, 26-19 í skemmtilegum leik. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru lengi að finna rétta taktinn í sókninni. Að sama skapi spiluðu bæði liðin glimrandi varnarleik og staðan einungis 1-1 eftir níu minútna leik. Heimamenn tóku svo á skarið og stungu gestina af. Sveinbjörn Pétursson í marki heimamanna var í miklu stuði og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Það kom á óvart að staðan var 8-3 eftir tuttugu mínútna leik. Hauka liðið var engan veginn að finna sig og óhætt að segja að það hafi verið ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var eðlilega orðinn pirraður og lét í sér heyra á hlíðarlínunni. Hann var einnig ósáttur með dómarana og þeir launuðu hann með gulu spjald í kjölfarið. HK-menn nutu þess að spila Haukana sundur og saman. Vörnin stóð eins og klettur og Sveinbjörn lokaði markinu. Heimamenn stungu gestina af og leiddu í hálfleik, 12-6. Seinni hálfleikur var einnig algjörlega í eigu heimamanna á öllum sviðum. Liðsheildin og spilagleðin skein af leikmönnum liðsins. Þeir héldu áfram að bæta forskotið og komust í níu marka forskot 16-7 og aldrei spurning að þeir ætluðu sér öll stigin í kvöld. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn og fá eitthvað út úr honum en lítið gekk. Þeir tóku Valdimar Fannar Þórsson og ÓIaf Víði Ólafsson úr umferð en það skipti engu og HK-menn héldu áfram að spila frábærlega í sókninni. Stemningin í Digranesi var góð í kvöld og fögnuðu heimamenn með áhorfendum eftir leik enda full ástæða til. Stórkostlegur Varnarleikur HK-manna og frábær frammistaða markmannsins Sveinbjörns Péturssonar stóð upp úr í kvöld. Sveinbjörn varði 22 skot og varði hvert dauðafærið eftir öðru. Liðsheildin var sterk og allir leikmenn liðsins voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Gestirnir áttu verulega slakan dag og áttu aldrei erindi í leikinn. Þeir voru óskipulagðir, hræddir og ósannfærandi í sókninni. Það vantaði alla leikmenn liðsins í Digranesið í kvöld því enginn virtist vera með meðvitund. Sama hvað liðið reyndi, ekkert gekk upp og fyrsta tap liðsins í deildinni í vetur staðreynd, lokatölur 26-19. Eftir sigur HK í kvöld eru þeir búnir að jafna FH, Akureyri og Val að stigum og öll liðin deila öðru til fimmta sætinu í deildinni. En því miður fyrir HK-menn þá eru þeir með slakasta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða og komast því ekki í deildarbikarinn.HK-Haukar 26-19 (12-6)Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/5 (9/5), Atli Ævar Ingólfsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 5 (11), Bjarki Már Elísson 3 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (7), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/2 (38/3) 58 %. Lárus Helgi Ólafsson 2 (5) Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Hákon, Bjarki) Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli 2, Ragnar) Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (5), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (6/2), Pétur Pálsson 3 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Heimir Óli Heimisson 2 (4), Freyr Brynjarsson 2 (7), Einar Örn Jónsson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson 1 (3/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (21/4) 33 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (18/1) 33% Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 2, Pétur 2, Einar ,Elías) Fiskuð víti: 2 (Pétur 2) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira
Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári. HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir meistarana, 26-19 í skemmtilegum leik. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru lengi að finna rétta taktinn í sókninni. Að sama skapi spiluðu bæði liðin glimrandi varnarleik og staðan einungis 1-1 eftir níu minútna leik. Heimamenn tóku svo á skarið og stungu gestina af. Sveinbjörn Pétursson í marki heimamanna var í miklu stuði og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Það kom á óvart að staðan var 8-3 eftir tuttugu mínútna leik. Hauka liðið var engan veginn að finna sig og óhætt að segja að það hafi verið ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var eðlilega orðinn pirraður og lét í sér heyra á hlíðarlínunni. Hann var einnig ósáttur með dómarana og þeir launuðu hann með gulu spjald í kjölfarið. HK-menn nutu þess að spila Haukana sundur og saman. Vörnin stóð eins og klettur og Sveinbjörn lokaði markinu. Heimamenn stungu gestina af og leiddu í hálfleik, 12-6. Seinni hálfleikur var einnig algjörlega í eigu heimamanna á öllum sviðum. Liðsheildin og spilagleðin skein af leikmönnum liðsins. Þeir héldu áfram að bæta forskotið og komust í níu marka forskot 16-7 og aldrei spurning að þeir ætluðu sér öll stigin í kvöld. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn og fá eitthvað út úr honum en lítið gekk. Þeir tóku Valdimar Fannar Þórsson og ÓIaf Víði Ólafsson úr umferð en það skipti engu og HK-menn héldu áfram að spila frábærlega í sókninni. Stemningin í Digranesi var góð í kvöld og fögnuðu heimamenn með áhorfendum eftir leik enda full ástæða til. Stórkostlegur Varnarleikur HK-manna og frábær frammistaða markmannsins Sveinbjörns Péturssonar stóð upp úr í kvöld. Sveinbjörn varði 22 skot og varði hvert dauðafærið eftir öðru. Liðsheildin var sterk og allir leikmenn liðsins voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Gestirnir áttu verulega slakan dag og áttu aldrei erindi í leikinn. Þeir voru óskipulagðir, hræddir og ósannfærandi í sókninni. Það vantaði alla leikmenn liðsins í Digranesið í kvöld því enginn virtist vera með meðvitund. Sama hvað liðið reyndi, ekkert gekk upp og fyrsta tap liðsins í deildinni í vetur staðreynd, lokatölur 26-19. Eftir sigur HK í kvöld eru þeir búnir að jafna FH, Akureyri og Val að stigum og öll liðin deila öðru til fimmta sætinu í deildinni. En því miður fyrir HK-menn þá eru þeir með slakasta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða og komast því ekki í deildarbikarinn.HK-Haukar 26-19 (12-6)Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/5 (9/5), Atli Ævar Ingólfsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 5 (11), Bjarki Már Elísson 3 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (7), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/2 (38/3) 58 %. Lárus Helgi Ólafsson 2 (5) Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Hákon, Bjarki) Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli 2, Ragnar) Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (5), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (6/2), Pétur Pálsson 3 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Heimir Óli Heimisson 2 (4), Freyr Brynjarsson 2 (7), Einar Örn Jónsson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson 1 (3/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (21/4) 33 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (18/1) 33% Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 2, Pétur 2, Einar ,Elías) Fiskuð víti: 2 (Pétur 2) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Sjá meira