Skuldir Sverrir Jakobsson skrifar 16. júní 2009 00:01 Skuldir heimilanna hafa verið eitt af meginviðfangsefnum stjórnmálanna undanfarinn vetur en ekki verður sagt að þær hafi áður talist til stórverkefna íslenskra stjórnmálamanna. Það er að mörgu leyti athyglisverð staðreynd því að mikil skuldasöfnun íslenskra heimila er alls ekki nýtilkomin. Undanfarna þrjá áratugi hafa skuldir heimilanna við lánakerfið stöðugt verið að aukast. Þær voru 20% af ráðstöfunartekjum árið 1980, 80% árið 1990, 140% árið 1998 og rúmlega 200% árið 2005. Á þessum tíma voru það þó einungis fáeinir stjórnmálamenn (einkum Steingrímur J. Sigfússon) og fáeinir fræðimenn (einkum Stefán Ólafsson) sem lýstu verulegum áhyggjum af þróuninni. Mikill meirihluti stjórnmálamanna og gervallt hagfræðingastóð landsins áleit þessa þróun hins vegar ekkert sérstakt vandamál. Lengi vel hélst skuldasöfnunin líka í hendur við vaxandi meðaltekjur og virðast flestir stjórnmálamenn hafa séð fyrir sér að sú þróun gæti einungis stefnt í eina átt. Það gefur hins vegar auga leið að skuldsett heimili eru ekkert sérstaklega vel í stakk búin að mæta áföllum eins og þeim sem riðu yfir þjóðarbúið á síðastliðnu ári. Enda voru það ekki einungis heimilin sem voru skuldsett og skuldabaggi heimilanna raunar einungis brot af heildarskuldum þjóðarinnar. Fyrirtækin höfðu safnað skuldum og nýtt sér þá staðreynd að skattar á þau voru lækkaðir uns þeir voru orðnir lægri en í Bandaríkjunum. Bankarnir - sem áttu að vera bakland þeirra - höfðu einnig sótt af ákefð í erlent lánsfjármagn. Þessi skuldasöfnun bankanna óx hröðum skrefum eftir að þeir voru einkavæddir og „fjármagnið leyst úr læðingi" eins og íslenskir frjálshyggjumenn orðuðu það. Gjaldþrot bankanna í haust leiddi raunar til þess að erlendir lánardrottnar máttu sjá á bak miklu af því sem þeir höfðu lánað íslensku bönkunum. Eina undantekningin er Icesave-innlánsreikningar Landsbankans sem íslensk stjórnvöld samþykktu að ábyrgjast síðastliðið haust. Í kjölfarið fengu stjórnvöld aðgang að erlendum lánalínum sem voru þá óðum að lokast. Samkomulagið sem ný ríkisstjórn gerði nú á dögunum er staðfesting á þeim gerningi, auk þess sem samið var um frest á greiðslum til margra ára. Það var skynsamlegt að semja um langan greiðslufrest því að skattgreiðendur eiga kröfu á að beðið verði með að selja eignir Landsbankans þangað til verðið sem fæst fyrir þær er orðið hagstæðara. Á hinn bóginn þurfa landsmenn að standa undir vaxtagreiðslum á meðan og vaxtakjör virðast ekki vera hagstæð. Engan þarf þó að undra það eftir útrásarævintýrið. Framganga íslenskra banka og útrásarvíkinga erlendis var með þeim hætti að lánstraust Íslendinga erlendis er fullkomlega uppurið. Og þeir sem ekki eru traustir þurfa að greiða háa vexti fyrir lánsfjármagn. Það er fullkomlega óljóst hvort íslensku þjóðinni beri lagalega séð að ábyrgjast Icesave-reikningana. Íslensk stjórnvöld þorðu ekki að láta á það reyna í haust og aðstæður síðan þá hafa á engan hátt breyst Íslendingum í hag. Í raun snýst þetta ekki um alþjóðalög heldur hið alþjóðlega valdakerfi. Þeir sem vilja taka þátt í alþjóðahagkerfinu verða að beygja sig undir reglur þess og þær hafa verið samdar af hinum sterku. Einungis öflugustu þjóðir heimsins geta staðið af sér efnahagsleg áföll án þess að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur beinlínis það markmið að tyfta þjóðir til að borga skuldir sínar. Allt samstarf Íslendinga við AGS byggist á þeirri forsendu. Er þetta valdakerfi réttlátt? Það hefur mörgum ekki fundist. Það hefur iðulega komið til umræðu hvort ekki eigi að leysa fátækar þjóðir úr skuldafjötrum sem þær hafa verið hnepptar í, oftar en ekki vegna ákvarðana ólýðræðislegra einræðisstjórna sem nutu samt sem áður mikils lánstrausts á Vesturlöndum. Þannig fór t.d. fyrir Argentínumönnum sem gripu loksins til þess ráðs að storka Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og neita að borga þessar skuldir. Það var þó hvorki einföld né sársaukalaus ákvörðun. Málstaður Íslendingar núna er að ýmsu leyti sá sami og margar þjóðir þriðja heimsins hafa lengi haldið á lofti á alþjóðavettvangi - án þess að fá mikinn stuðning íslenskra stjórnvalda. Á hinn bóginn er einnig nokkur munur. Skuldasöfnun bankanna átti sér stað með velvild og stuðningi stjórnvalda - sem samtímis nutu mikils trausts íslenskra kjósenda. Stór hluti þjóðarinnar fagnaði útrásarvíkingunum sem hetjum. Við vorum kannski blekkt en við vildum líka láta blekkjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Skuldir heimilanna hafa verið eitt af meginviðfangsefnum stjórnmálanna undanfarinn vetur en ekki verður sagt að þær hafi áður talist til stórverkefna íslenskra stjórnmálamanna. Það er að mörgu leyti athyglisverð staðreynd því að mikil skuldasöfnun íslenskra heimila er alls ekki nýtilkomin. Undanfarna þrjá áratugi hafa skuldir heimilanna við lánakerfið stöðugt verið að aukast. Þær voru 20% af ráðstöfunartekjum árið 1980, 80% árið 1990, 140% árið 1998 og rúmlega 200% árið 2005. Á þessum tíma voru það þó einungis fáeinir stjórnmálamenn (einkum Steingrímur J. Sigfússon) og fáeinir fræðimenn (einkum Stefán Ólafsson) sem lýstu verulegum áhyggjum af þróuninni. Mikill meirihluti stjórnmálamanna og gervallt hagfræðingastóð landsins áleit þessa þróun hins vegar ekkert sérstakt vandamál. Lengi vel hélst skuldasöfnunin líka í hendur við vaxandi meðaltekjur og virðast flestir stjórnmálamenn hafa séð fyrir sér að sú þróun gæti einungis stefnt í eina átt. Það gefur hins vegar auga leið að skuldsett heimili eru ekkert sérstaklega vel í stakk búin að mæta áföllum eins og þeim sem riðu yfir þjóðarbúið á síðastliðnu ári. Enda voru það ekki einungis heimilin sem voru skuldsett og skuldabaggi heimilanna raunar einungis brot af heildarskuldum þjóðarinnar. Fyrirtækin höfðu safnað skuldum og nýtt sér þá staðreynd að skattar á þau voru lækkaðir uns þeir voru orðnir lægri en í Bandaríkjunum. Bankarnir - sem áttu að vera bakland þeirra - höfðu einnig sótt af ákefð í erlent lánsfjármagn. Þessi skuldasöfnun bankanna óx hröðum skrefum eftir að þeir voru einkavæddir og „fjármagnið leyst úr læðingi" eins og íslenskir frjálshyggjumenn orðuðu það. Gjaldþrot bankanna í haust leiddi raunar til þess að erlendir lánardrottnar máttu sjá á bak miklu af því sem þeir höfðu lánað íslensku bönkunum. Eina undantekningin er Icesave-innlánsreikningar Landsbankans sem íslensk stjórnvöld samþykktu að ábyrgjast síðastliðið haust. Í kjölfarið fengu stjórnvöld aðgang að erlendum lánalínum sem voru þá óðum að lokast. Samkomulagið sem ný ríkisstjórn gerði nú á dögunum er staðfesting á þeim gerningi, auk þess sem samið var um frest á greiðslum til margra ára. Það var skynsamlegt að semja um langan greiðslufrest því að skattgreiðendur eiga kröfu á að beðið verði með að selja eignir Landsbankans þangað til verðið sem fæst fyrir þær er orðið hagstæðara. Á hinn bóginn þurfa landsmenn að standa undir vaxtagreiðslum á meðan og vaxtakjör virðast ekki vera hagstæð. Engan þarf þó að undra það eftir útrásarævintýrið. Framganga íslenskra banka og útrásarvíkinga erlendis var með þeim hætti að lánstraust Íslendinga erlendis er fullkomlega uppurið. Og þeir sem ekki eru traustir þurfa að greiða háa vexti fyrir lánsfjármagn. Það er fullkomlega óljóst hvort íslensku þjóðinni beri lagalega séð að ábyrgjast Icesave-reikningana. Íslensk stjórnvöld þorðu ekki að láta á það reyna í haust og aðstæður síðan þá hafa á engan hátt breyst Íslendingum í hag. Í raun snýst þetta ekki um alþjóðalög heldur hið alþjóðlega valdakerfi. Þeir sem vilja taka þátt í alþjóðahagkerfinu verða að beygja sig undir reglur þess og þær hafa verið samdar af hinum sterku. Einungis öflugustu þjóðir heimsins geta staðið af sér efnahagsleg áföll án þess að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur beinlínis það markmið að tyfta þjóðir til að borga skuldir sínar. Allt samstarf Íslendinga við AGS byggist á þeirri forsendu. Er þetta valdakerfi réttlátt? Það hefur mörgum ekki fundist. Það hefur iðulega komið til umræðu hvort ekki eigi að leysa fátækar þjóðir úr skuldafjötrum sem þær hafa verið hnepptar í, oftar en ekki vegna ákvarðana ólýðræðislegra einræðisstjórna sem nutu samt sem áður mikils lánstrausts á Vesturlöndum. Þannig fór t.d. fyrir Argentínumönnum sem gripu loksins til þess ráðs að storka Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og neita að borga þessar skuldir. Það var þó hvorki einföld né sársaukalaus ákvörðun. Málstaður Íslendingar núna er að ýmsu leyti sá sami og margar þjóðir þriðja heimsins hafa lengi haldið á lofti á alþjóðavettvangi - án þess að fá mikinn stuðning íslenskra stjórnvalda. Á hinn bóginn er einnig nokkur munur. Skuldasöfnun bankanna átti sér stað með velvild og stuðningi stjórnvalda - sem samtímis nutu mikils trausts íslenskra kjósenda. Stór hluti þjóðarinnar fagnaði útrásarvíkingunum sem hetjum. Við vorum kannski blekkt en við vildum líka láta blekkjast.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun