Handbolti

Umfjöllun: Einar Örn skaut Haukum áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar

Einar Örn Jónsson var hetja Hauka í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn PLER frá Ungverjalandi 22-21. Þetta var síðari leikur liðanna en báðir fóru fram hér á landi og endaði sá fyrri með jafntefli.

Einar skoraði einmitt jöfnunarmakið í honum í blálokin og var síðan aftur hetjan í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið þegar leiktíminn var að renna út. Einar hafði annars haft mjög hægt um sig í leiknum.

Í fyrri hálfleik voru Haukar oftast skrefinu á undan en staðan í hálfleik var jöfn 12-12. Í seinni hálfleiknum hélt jafnræðið áfram en PLER náði forystu í fyrsta sinn 21-20.

Haukar náðu að jafna en það var ljóst að 21-21 jafntefli myndi koma PLER áfram þar sem leikurinn var skráður sem heimaleikur þeirra. Fyrri leikurinn endaði 26-26 og hefði PLER því farið áfram á fleiri útivallamörkum.

Mark Einars var því gulls ígildi.

PLER - Haukar 21 - 22 (12-12)



Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 6/3 (12/4), Freyr Brynjarsson 4 (5), Björgvin Hólmgeirsson 3 (9), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (4), Pétur Pálsson 1, Stefán Sigmannson 1 (3), Einar Örn Jónsson 1 (4), Þórður Guðmundsson 0 (1).

Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/2

Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Elías Már 2, Freyr, Heimir).

Fiskuð víti: 4 (Pétur, Heimir Óli, Björgvin, Stefán)

Utan vallar:  6 mín.


Tengdar fréttir

Einar Örn: Hugarfarið var til staðar

„Það er gaman að strákarnir skyldu treysta mér fyrir því að fara þarna inn undir lokin. Svona atvikast þetta stundum en ég hef aldrei áður lent í svona tvo daga í röð," sagði Einar Örn Jónsson, hetja Hauka, en hann tryggði liðinu áframhaldandi þátttöku í EHF-keppninni með því að skora sigurmarkið gegn PLER í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×