Valur vann 21-20 sigur gegn Nýliðum Gróttu í Vodafonehöllinni í kvöld en staðan í hálfleik var 12-7 Val í vil.
Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur hjá Val með 6 mörk en Sigfús Páll Sigfússon, Ólafur Sigurjónsson og Fannar Þór Friðgeirsson komu næstir með þrjú mörk hver.
Hjá Gróttu voru fyrrum Valsmennirnir Anton Rúnarsson og Hjalti Þór Pálmason atkvæðamestir en Anton skoraði 6 mörk og Hjalti Þór 4 mörk.