„Þetta er mjög sætt og vissulega er þungu fargi af mér létt þar sem það er náttúrulega alltaf pressa á að skila titlum á Hlíðarenda.
Við erum komin með níu fingur á þennan," segir Freyr Alexandersson þjálfari Vals í viðtali við Vísi eftir 0-2 sigur liðs síns gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli í kvöld.
„Það var ekkert að gerast í fyrri hálfleik og stöðubarátta mikil og sendingar lélegar og ég var í raun ekki ánægður með spilamennskuna hjá okkur í fyrri hálfleiknum.
Seinni hálfleikur var aftur á móti góður hjá okkur þar sem við spiluðum fínan sóknarleik og Stjörnustúlkur fengu heldur varla færi. Ég fann bara að þegar trúin kom hjá okkur þá áttu Stjörnustúlkur ekki möguleika í okkur.
Það eru enn tveir leikinn eftir en við ætlum að klára titilinn á Vodafonevellinum á mánudaginn næsta," segir Freyr ákveðinn.