Birgir lék fyrsta hringinn sinn á tveimur undir pari en það hallaði undan fæti hjá honum í dag. Birgir fékk fjóra skolla og tvo fugla í dag.
Allar líkur eru á því að Birgir komist í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Birgir er í 45 sæti ásamt fleiri kylfingum eins og staðan er núna.