Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum byrjaði frábærlega á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Grafarholtinu í morgun. Ólafur Björn var spáð góðu gengi fyrir mótið og ætlar heldur betur að standa undir væntingunum.
Ólafur Björn fékk fugl á fyrstu fjórum holunum og er fjórum höggum undir pari eftir sex holur. Ólafur er nú einn í efsta sæti en heimamaðurinn Andri Þór Björnsson er einu höggi á eftir. Andri sem er 18 ára hefurr spilað fyrri hringinn á þremur höggum undir pari.
Kylfingar eru rétt að byrja daginn í karlaflokki og aðeins 74 af 125 keppendum eru komnir út á völl. Íslandsmeistarinn Kristján Þór Einarsson úr Kili hefur enn ekki hafið leik.