Stefnuleysi og virðingarleysi 24. nóvember 2009 08:00 Illa gengur að umgangast skipulag hér á landi með þeim hætti að það geti nýst eins og til er ætlast. Að skipulag sé rammi sem framkvæmdir eigi að rúmast innan og segi fyrir um það hvernig nýta skuli land nú og í framtíðinni. Margir stjórnmálamenn og aðrir sem að framkvæmdum standa virðast ekki vera komnir út úr moldarkofunum þegar að skipulagsmálum kemur og leggja í fullri alvöru til framkvæmdir sem ganga algerlega á svig við ríkjandi skipulagi. Fréttablaðið greindi frá dæmi um þetta í forsíðufrétt í gær. Þar er sagt frá umleitan samgönguyfirvalda við borgaryfirvöld um að reisa nýja flugstöð í Vatnsmýri. Já, þetta var ekki mislestur, flugstöð í Vatnsmýri þrátt fyrir að einungis séu fáein ár þar til flugvöllurinn á að hverfa að fullu úr mýrinni samkvæmt því aðalskipulagi sem nú er í gildi. Flugvöllurinn í Vatnsmýri er á aðalskipulagi fram til ársins 2016. Þá er gert ráð fyrir að eftir standi ein flugbraut sem síðan hverfi af skipulaginu frá árinu 2024. Þangað til er hálfur annar áratugur. Þessi breyting á aðalskipulagi var vissulega umdeild en það breytir ekki því að skipulagið er í gildi. Yfirvöld Reykjavíkurborgar efndu í framhaldi af breytingunni á aðalskipulaginu til umfangsmikillar samkeppni um skipulag Vatnsmýrar. Tækifærið er enda einstakt því það er fáheyrt að slíkt landflæmi finnist óbyggt í miðri borg. Niðurstöður samkeppninnar voru kynntar á fyrri hluta ársins sem leið. Tillagan sem verðlaunuð var er í samræmi við aðalskipulagið og þar er gert ráð fyrir bæði íbúðum og atvinnustarfsemi í mýrinni en engum flugvelli. Um þessa tillögu ríkti mikil og þverpólitísk sátt í Reykjavík. Samt líst Júlíusi Vífli Ingvarssyni, formanni skipulagsráðs, nú ljómandi vel á hugmyndir samgönguyfirvalda um að reisa í Vatnsmýri nýja flugstöð sem fjármögnuð yrði af lífeyrissjóðunum. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að lífeyrissjóðirnir gefi sér þær forsendur að umferð um flugvöllinn og húsaleiga borgi upp framkvæmdina á tuttugu til þrjátíu árum Samt er eru ekki nema sjö ár þar til aðeins ein flugbraut á að vera eftir á núverandi Reykjavíkurflugvelli og fimmtán ár þar til flugvöllurinn á að vera horfinn með öllu úr mýrinni. Annað hvort kunna þeir sem að þessum áætlunum standa ekki að reikna eða að þeir fara fram rétt eins og gildandi skipulag komi þeim ekki við vegna þess að þeir eru sjálfir hlynntir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Áhöld eru um hvort er verra. Eftir standa margar spurningar og meðal annars þessar: Skiptir aðalskipulag engu máli eða á að breyta því til þess að flugstöðin geti risið? Geta samgönguyfirvöld farið fram gegn ríkjandi skipulagi vegna þess að sá sem á ráðherrastólnum situr er andvígur því? Á að stinga niðurstöðum samkeppninnar góðu sem allir voru svo lukkulegir með undir stól? Hver er eiginlega stefna Reykjavíkurborgar um framtíð Vatnsmýrar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Illa gengur að umgangast skipulag hér á landi með þeim hætti að það geti nýst eins og til er ætlast. Að skipulag sé rammi sem framkvæmdir eigi að rúmast innan og segi fyrir um það hvernig nýta skuli land nú og í framtíðinni. Margir stjórnmálamenn og aðrir sem að framkvæmdum standa virðast ekki vera komnir út úr moldarkofunum þegar að skipulagsmálum kemur og leggja í fullri alvöru til framkvæmdir sem ganga algerlega á svig við ríkjandi skipulagi. Fréttablaðið greindi frá dæmi um þetta í forsíðufrétt í gær. Þar er sagt frá umleitan samgönguyfirvalda við borgaryfirvöld um að reisa nýja flugstöð í Vatnsmýri. Já, þetta var ekki mislestur, flugstöð í Vatnsmýri þrátt fyrir að einungis séu fáein ár þar til flugvöllurinn á að hverfa að fullu úr mýrinni samkvæmt því aðalskipulagi sem nú er í gildi. Flugvöllurinn í Vatnsmýri er á aðalskipulagi fram til ársins 2016. Þá er gert ráð fyrir að eftir standi ein flugbraut sem síðan hverfi af skipulaginu frá árinu 2024. Þangað til er hálfur annar áratugur. Þessi breyting á aðalskipulagi var vissulega umdeild en það breytir ekki því að skipulagið er í gildi. Yfirvöld Reykjavíkurborgar efndu í framhaldi af breytingunni á aðalskipulaginu til umfangsmikillar samkeppni um skipulag Vatnsmýrar. Tækifærið er enda einstakt því það er fáheyrt að slíkt landflæmi finnist óbyggt í miðri borg. Niðurstöður samkeppninnar voru kynntar á fyrri hluta ársins sem leið. Tillagan sem verðlaunuð var er í samræmi við aðalskipulagið og þar er gert ráð fyrir bæði íbúðum og atvinnustarfsemi í mýrinni en engum flugvelli. Um þessa tillögu ríkti mikil og þverpólitísk sátt í Reykjavík. Samt líst Júlíusi Vífli Ingvarssyni, formanni skipulagsráðs, nú ljómandi vel á hugmyndir samgönguyfirvalda um að reisa í Vatnsmýri nýja flugstöð sem fjármögnuð yrði af lífeyrissjóðunum. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að lífeyrissjóðirnir gefi sér þær forsendur að umferð um flugvöllinn og húsaleiga borgi upp framkvæmdina á tuttugu til þrjátíu árum Samt er eru ekki nema sjö ár þar til aðeins ein flugbraut á að vera eftir á núverandi Reykjavíkurflugvelli og fimmtán ár þar til flugvöllurinn á að vera horfinn með öllu úr mýrinni. Annað hvort kunna þeir sem að þessum áætlunum standa ekki að reikna eða að þeir fara fram rétt eins og gildandi skipulag komi þeim ekki við vegna þess að þeir eru sjálfir hlynntir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Áhöld eru um hvort er verra. Eftir standa margar spurningar og meðal annars þessar: Skiptir aðalskipulag engu máli eða á að breyta því til þess að flugstöðin geti risið? Geta samgönguyfirvöld farið fram gegn ríkjandi skipulagi vegna þess að sá sem á ráðherrastólnum situr er andvígur því? Á að stinga niðurstöðum samkeppninnar góðu sem allir voru svo lukkulegir með undir stól? Hver er eiginlega stefna Reykjavíkurborgar um framtíð Vatnsmýrar?