Frábær spilamennska á móti Bob Hope 25. janúar 2009 15:51 Pat Perez NordicPhotos/GettyImages Ótrúlegir hlutir eru að gerast á Bob Hope mótinu í golfi en þar er nú brotið blað á hverjum degi í sögu PGA mótaröðarinnar. Mótið stendur yfir í fimm daga og verður fimmti og síðasti hringurinn leikinn í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Pat Perez sló met á föstudag þegar hann hafði leikið fyrstu tvo hringina á samtals 20 höggum undir pari en aldrei áður í sögu PGA mótaraðarinnar hefur kylfingur leikið tvo hringi í röð á svo fáum höggum. Perez var í forystu fyrir fjórða hringinn í gær sem hann lék á fimm höggum undir pari og var því samtals kominn á 30 högg undir parið. Ótrúlegt en satt þá dugði það honum ekki til að halda forystunni því landi hans Steve Stricker fór hringinn á 10 höggum undir pari sem kom honum samtals í 33 högg undir parið. Á föstudag fór Stricker holurnar átján á 11 höggum undir pari og hefur hann því leikið síðustu 36 holur á samtals 21 höggi undir pari. Þannig bætti hann því sólarhringsgamalt met Perez um eitt högg. Stricker hefur nú þriggja högga forystu fyrir lokahringinn en bein útsending frá honum hefst klukkan átta í kvöld á Sport 3. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ótrúlegir hlutir eru að gerast á Bob Hope mótinu í golfi en þar er nú brotið blað á hverjum degi í sögu PGA mótaröðarinnar. Mótið stendur yfir í fimm daga og verður fimmti og síðasti hringurinn leikinn í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Pat Perez sló met á föstudag þegar hann hafði leikið fyrstu tvo hringina á samtals 20 höggum undir pari en aldrei áður í sögu PGA mótaraðarinnar hefur kylfingur leikið tvo hringi í röð á svo fáum höggum. Perez var í forystu fyrir fjórða hringinn í gær sem hann lék á fimm höggum undir pari og var því samtals kominn á 30 högg undir parið. Ótrúlegt en satt þá dugði það honum ekki til að halda forystunni því landi hans Steve Stricker fór hringinn á 10 höggum undir pari sem kom honum samtals í 33 högg undir parið. Á föstudag fór Stricker holurnar átján á 11 höggum undir pari og hefur hann því leikið síðustu 36 holur á samtals 21 höggi undir pari. Þannig bætti hann því sólarhringsgamalt met Perez um eitt högg. Stricker hefur nú þriggja högga forystu fyrir lokahringinn en bein útsending frá honum hefst klukkan átta í kvöld á Sport 3.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira