Umfjöllun: Baráttusigur FH gegn Val Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 12. desember 2009 17:57 Mynd/Valli Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða. Það voru gestirnir sem sigruðu í dag, 20-23, í miklum baráttuleik. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið spiluðu frábæran varnarleik en það sárvantaði hugmyndir í sóknarleikinn báðum megin. Hlynur Morthens var mjög traustur í markinu hjá Val og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir fylgdu heimamönnum hart á eftir allan fyrri hálfleikinn. Áður en flautað var til leikhlés náði hornamaður FH, Bjarni Fritzson, að skora og þar með tryggja gestunum forystu inn í leikhlé. Staðan í hálfleik, 9-10. Í síðari hálfleik breyttist lítið og liðin fylgdust að allt til enda. Óhætt er að segja að mikil barátta, góður og vel skipulagður varnarleikur einkenndi leikinn að Hlíðarenda í dag. FH-ingar náðu tveggja marka forskoti fyrsta skipti í leiknum þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, staðan þá 17-19. Ólafur Gústafsson skoraði og Pálmar í maki gestanna varði gríðarlega mikilvægt skot. Það var mikil spenna í lokin og erfitt að sjá hvort liðið færi úr leiknum með bæði stigin. Það voru svo FH-ingar sem kláruðu leikinn, Ólafur Gústafsson skoraði frábært mark þegar um mínúta var eftir og kom gestunum í þriggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en Bjarni Fritzson kláraði dæmið með lokamarkinu og baráttusigur FH-inga í höfn. Valsliðið var ekki að spila vel í sókninni og vantaði að fá leikmenn eins og Fannar og Arnór til að taka meiri þátt í leiknum. Hlynur átti mjög góðan dag í markinu og varði sautján skot. Gestirnir börðust allan leikinn og liðsheildin skóp sigurinn hjá þeim í dag. Pálmar Pétursson var traustur og varði vel á meðan vörnin stóð sína vakt allan leikinn. Eftir leikinn í dag eru FH-ingar komnir við hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. En lokatölur sem fyrr segir, 20-23, FH í vil. Valur-FH 20-23 (9-10) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (7/1), Elvar Friðriksson 4 (11), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 3 (8), Ingvar Árnason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (5).Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3) 43%Hraðaupphlaup: 2 (Gunnar Ingi, Arnór) Fiskuð víti: 1 (Ernir) Utan vallar: 6 mín. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (6/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Guðmundsson 4 (10), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (33/1) 39%. Hraðaupphlaup: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm.) Fiskuð víti: 3 (Bjarki, Jón Heiðar, Ólafur Gústafs) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða. Það voru gestirnir sem sigruðu í dag, 20-23, í miklum baráttuleik. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið spiluðu frábæran varnarleik en það sárvantaði hugmyndir í sóknarleikinn báðum megin. Hlynur Morthens var mjög traustur í markinu hjá Val og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir fylgdu heimamönnum hart á eftir allan fyrri hálfleikinn. Áður en flautað var til leikhlés náði hornamaður FH, Bjarni Fritzson, að skora og þar með tryggja gestunum forystu inn í leikhlé. Staðan í hálfleik, 9-10. Í síðari hálfleik breyttist lítið og liðin fylgdust að allt til enda. Óhætt er að segja að mikil barátta, góður og vel skipulagður varnarleikur einkenndi leikinn að Hlíðarenda í dag. FH-ingar náðu tveggja marka forskoti fyrsta skipti í leiknum þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, staðan þá 17-19. Ólafur Gústafsson skoraði og Pálmar í maki gestanna varði gríðarlega mikilvægt skot. Það var mikil spenna í lokin og erfitt að sjá hvort liðið færi úr leiknum með bæði stigin. Það voru svo FH-ingar sem kláruðu leikinn, Ólafur Gústafsson skoraði frábært mark þegar um mínúta var eftir og kom gestunum í þriggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en Bjarni Fritzson kláraði dæmið með lokamarkinu og baráttusigur FH-inga í höfn. Valsliðið var ekki að spila vel í sókninni og vantaði að fá leikmenn eins og Fannar og Arnór til að taka meiri þátt í leiknum. Hlynur átti mjög góðan dag í markinu og varði sautján skot. Gestirnir börðust allan leikinn og liðsheildin skóp sigurinn hjá þeim í dag. Pálmar Pétursson var traustur og varði vel á meðan vörnin stóð sína vakt allan leikinn. Eftir leikinn í dag eru FH-ingar komnir við hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. En lokatölur sem fyrr segir, 20-23, FH í vil. Valur-FH 20-23 (9-10) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (7/1), Elvar Friðriksson 4 (11), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 3 (8), Ingvar Árnason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (5).Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3) 43%Hraðaupphlaup: 2 (Gunnar Ingi, Arnór) Fiskuð víti: 1 (Ernir) Utan vallar: 6 mín. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (6/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Guðmundsson 4 (10), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (33/1) 39%. Hraðaupphlaup: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm.) Fiskuð víti: 3 (Bjarki, Jón Heiðar, Ólafur Gústafs) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira