Pottar og sleifar en ekki grjót Jón Kaldal skrifar 23. janúar 2009 06:00 Flest bendir til að mikilvægur vendipunktur hafi orðið fyrir utan stjórnarráðið í fyrrinótt í því eldfima ástandi sem ríkir í samfélaginu. Örfáir lögregluþjónar höfðu tekið sér stöðu fyrir utan bygginguna þegar grjóti og götusteinum tók að rigna yfir þá. Lögregluþjónarnir voru mun fáliðaðri en mótmælendur og hefðu mátt sín lítils ef átök hefðu brotist út. Sú varð ekki raunin því hópur mótmælenda steig fram og sló skjaldborg um lögregluþjónana. Skilaboðin voru skýr. Grjótkast og ofbeldi verður ekki liðið. Áður en mótmælendurnir komu lögreglunni til varnar gegn óeirðaseggjunum höfðu nokkrir lögregluþjónar slasast. Viðbrögðin við þeim fréttum hafa með réttu verið á eina leið: ofbeldi er óásættanlegt með öllu. Úr grasrót mótmælanna er línan vafningalaus: Lögreglan er ekki andstæðingur fólksins. Fáeinir ofbeldismenn mega ekki komast upp með að yfirskyggja skilaboð mótmælanna um að stjórnin fari frá og boðað verði til kosninga sem fyrst. Viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar við þeirri kröfu benda til þess að þar fari fólk sem er ekki í góðum tengslum við raunveruleikann. Ósk forsætisráðherra um vinnufrið er óskiljanleg. Frið til hvers? er réttmæt spurning. „Háskalegur skortur á forystu" var fyrirsögn á pistli sem birtist á þessum stað 13. ágúst í fyrra og fjallaði um flótta forsætisráðherra frá því að grípa til aðgerða gegn því, sem þá leit út fyrir að verða djúp niðursveifla en varð að kerfishruni. Á þeim mánuðum sem eru liðnir, hefur forsætisráðherra ekki lukkast að ná taki á hlutverki sínu, við mjög erfiðar aðstæður, svo allrar sanngirni sé gætt. Því miður er engin ástæða til að trúa á að það breytist. Þvert á móti má ætla að það hvernig haldið er um stjórnartauma landsins, sé ávísun á áframhaldandi óvissu og ólgu. Ríkisstjórnin fékk tækifæri til að hreinsa út úr þeim stofnunum, sem brugðust, hún gat tekið til í eigin röðum og hún gat lagt fram aðgerðaáætlun með skýrum markmiðum. Hún kaus að gera ekkert af þessu. Það er fátt annað eftir fyrir ríkisstjórnina en að játa sig sigraða. Ekki fyrir mótmælum, heldur eigin getu- og andleysi. Það verður ekki snúið við úr því sem komið er. Kosningar á þessu ári eru óumflýjanlegar. Næstu daga mun reyna mjög á hvort mótmælendur hafa þrek til að stöðva óeirðaseggina sem blanda sér í þeirra hóp. Viðbrögðin fyrir utan stjórnarráðið og kakó- og blómagjafir til lögregluþjóna á Austurvelli í gær benda til þess að þeir eiga að geta það. Ef ekki á lögreglan fáa aðra kosti en að beita allan hópinn hörðu. Bilið milli mótmæla og óeirða getur verið hárfínt. Hingað til, með fáum undantekningum, hefur lögreglan sýnt aðdáunarverða stillingu. Lögregluþjónar hafa mátt sitja undir því að á þá er hrækt, skyri slett yfir þá og þeir ausnir svívirðingum. Þó að slíkar sendingar valdi ekki líkamlegum skaða eins og grjótkastið eiga þær ekki að líðast heldur. Það fer heldur ekki á milli mála að hinn breiði fjöldi mótmælenda er fyllilega meðvitaður um að pottar og sleifar eru máttugri en grjótið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun
Flest bendir til að mikilvægur vendipunktur hafi orðið fyrir utan stjórnarráðið í fyrrinótt í því eldfima ástandi sem ríkir í samfélaginu. Örfáir lögregluþjónar höfðu tekið sér stöðu fyrir utan bygginguna þegar grjóti og götusteinum tók að rigna yfir þá. Lögregluþjónarnir voru mun fáliðaðri en mótmælendur og hefðu mátt sín lítils ef átök hefðu brotist út. Sú varð ekki raunin því hópur mótmælenda steig fram og sló skjaldborg um lögregluþjónana. Skilaboðin voru skýr. Grjótkast og ofbeldi verður ekki liðið. Áður en mótmælendurnir komu lögreglunni til varnar gegn óeirðaseggjunum höfðu nokkrir lögregluþjónar slasast. Viðbrögðin við þeim fréttum hafa með réttu verið á eina leið: ofbeldi er óásættanlegt með öllu. Úr grasrót mótmælanna er línan vafningalaus: Lögreglan er ekki andstæðingur fólksins. Fáeinir ofbeldismenn mega ekki komast upp með að yfirskyggja skilaboð mótmælanna um að stjórnin fari frá og boðað verði til kosninga sem fyrst. Viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar við þeirri kröfu benda til þess að þar fari fólk sem er ekki í góðum tengslum við raunveruleikann. Ósk forsætisráðherra um vinnufrið er óskiljanleg. Frið til hvers? er réttmæt spurning. „Háskalegur skortur á forystu" var fyrirsögn á pistli sem birtist á þessum stað 13. ágúst í fyrra og fjallaði um flótta forsætisráðherra frá því að grípa til aðgerða gegn því, sem þá leit út fyrir að verða djúp niðursveifla en varð að kerfishruni. Á þeim mánuðum sem eru liðnir, hefur forsætisráðherra ekki lukkast að ná taki á hlutverki sínu, við mjög erfiðar aðstæður, svo allrar sanngirni sé gætt. Því miður er engin ástæða til að trúa á að það breytist. Þvert á móti má ætla að það hvernig haldið er um stjórnartauma landsins, sé ávísun á áframhaldandi óvissu og ólgu. Ríkisstjórnin fékk tækifæri til að hreinsa út úr þeim stofnunum, sem brugðust, hún gat tekið til í eigin röðum og hún gat lagt fram aðgerðaáætlun með skýrum markmiðum. Hún kaus að gera ekkert af þessu. Það er fátt annað eftir fyrir ríkisstjórnina en að játa sig sigraða. Ekki fyrir mótmælum, heldur eigin getu- og andleysi. Það verður ekki snúið við úr því sem komið er. Kosningar á þessu ári eru óumflýjanlegar. Næstu daga mun reyna mjög á hvort mótmælendur hafa þrek til að stöðva óeirðaseggina sem blanda sér í þeirra hóp. Viðbrögðin fyrir utan stjórnarráðið og kakó- og blómagjafir til lögregluþjóna á Austurvelli í gær benda til þess að þeir eiga að geta það. Ef ekki á lögreglan fáa aðra kosti en að beita allan hópinn hörðu. Bilið milli mótmæla og óeirða getur verið hárfínt. Hingað til, með fáum undantekningum, hefur lögreglan sýnt aðdáunarverða stillingu. Lögregluþjónar hafa mátt sitja undir því að á þá er hrækt, skyri slett yfir þá og þeir ausnir svívirðingum. Þó að slíkar sendingar valdi ekki líkamlegum skaða eins og grjótkastið eiga þær ekki að líðast heldur. Það fer heldur ekki á milli mála að hinn breiði fjöldi mótmælenda er fyllilega meðvitaður um að pottar og sleifar eru máttugri en grjótið.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun