Rakel Logadóttir, leikmaður Vals, var orðlaus eftir ótrúlegan 3-2 sigur Breiðabliks á Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Breiðablik skoraði tvívegis í uppbótartíma leiksins og tryggði sér þar með sigurinn eftir að Valur hafði verið með unnan leik í höndunum.
„Ég segi bara eins og forsætisráðherrann; okkar tími mun koma. Þetta mót er sko alls ekki búið. Höfum það alveg á hreinu," sagði Rakel en þessum tveimur liðum var spáð efstu tveimur sætunum fyrir mót.
Aðstæður gerðu leikmönnum erfitt fyrir en það var mikill vindur á leiknum í kvöld. „Aðstæðurnar buðu upp á hættulegan leik en við hefðum átt að halda einbeitingunni betur og klára þessar fáu mínútur sem eftir voru. Við getum bara sjálfum okkur um kennt."
„En þetta kemur til með að þjappa okkur saman. Í kvöld hugsum við málið en svo mætum við á æfingu á morgun og byrjum upp á nýtt."
Rakel: Okkar tími mun koma
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

