Bretar hrifnir af Hjaltalín 13. janúar 2009 08:00 Gagnrýnendur Times og Guardian eru ákaflega hrifnir af plötu Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons. Breskir gagnrýnendur eru ákaflega hrifnir af plötu íslensku hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons. Gagnrýnandi Guardian, Michael Hann, biður hlustendur um að standast þá freistingu að líkja hljómsveitinni við Sigur Rós, tónlist þeirra eigi fátt ef eitthvað sameiginlegt. Hann fer síðan fögrum orðum um plötuna og hrósar söngvaranum, Högna Egilssyni. „Hann er ekki fullkominn söngvari en það er einmitt þessi ófullkomleiki sem kemur í veg fyrir að platan lendi í sætabrauðsflokknum,“ skrifar Hann. Gagnrýnandi Times, Dan Cairns, fer ekkert síður lofsamlegum orðum um plötuna. „Sleepdrunk Seasons virðist hafa verið gerð af aðeins einni ástæðu, að hafa gaman af því að gera tónlist,“ skrifar Cairns á afþreyingarvef Times. Hann líkir sveitinni við Sufjan Stevens og Arcade Fire. „Sveitin er þessi sjaldgæfi hlutur sem brýst fram á sjónarsviðið, algjörlega óþekkt og hrífur þig strax með,“ bætir Cairns við. - fgg Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Breskir gagnrýnendur eru ákaflega hrifnir af plötu íslensku hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons. Gagnrýnandi Guardian, Michael Hann, biður hlustendur um að standast þá freistingu að líkja hljómsveitinni við Sigur Rós, tónlist þeirra eigi fátt ef eitthvað sameiginlegt. Hann fer síðan fögrum orðum um plötuna og hrósar söngvaranum, Högna Egilssyni. „Hann er ekki fullkominn söngvari en það er einmitt þessi ófullkomleiki sem kemur í veg fyrir að platan lendi í sætabrauðsflokknum,“ skrifar Hann. Gagnrýnandi Times, Dan Cairns, fer ekkert síður lofsamlegum orðum um plötuna. „Sleepdrunk Seasons virðist hafa verið gerð af aðeins einni ástæðu, að hafa gaman af því að gera tónlist,“ skrifar Cairns á afþreyingarvef Times. Hann líkir sveitinni við Sufjan Stevens og Arcade Fire. „Sveitin er þessi sjaldgæfi hlutur sem brýst fram á sjónarsviðið, algjörlega óþekkt og hrífur þig strax með,“ bætir Cairns við. - fgg
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira