Formúla 1

Staðgengill Massa fékk 1 miljón í hraðasekt

Luca Badoer ekur Ferrari á Valencia brautinni um helgina.
Luca Badoer ekur Ferrari á Valencia brautinni um helgina.

Luca Baoder frá Ítalíu sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa þarf að punga út einni miljón króna í hraðasektir eftir daginn. Hann ók fjórum sinnum of hratt á þjónustusvæði Formúlu 1 bíla á tveimur æfingum í dag.

Ökumenn þurfa að ýta á sérstakan takka í stýrinu til að hægja á bílunum niður í 60 km hraða á þjónustusvæðinu, en Badoer virðist hafa haft takkan rangt stilltan þannig að hann ók alltaf um svæðið á 100 km hraða. Fyrir það fékk hann fjórfalda refsingu frá dómurum, þar sem þetta gerðist fjórum sinnum.

Badoer var ekki eins fljótir í brautinni og náði átjánda besta tíma á braut sem hann hefur ekki ekið áður. Hann kvaðst þó sáttur að hafa ekki orðið meira en 1.3 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen. Michael Schumacher var Bador til halds á trausts á mótsstað.

Sjá meira um Badoer






Fleiri fréttir

Sjá meira


×