Það styttist í sögulegan landsleik Íslands og Íran í knattspyrnu en leikið verður klukkan 14.30 í Teheran.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í dag. Þrír nýliðar eru í liðinu.
Það eru þeir Atli Guðnason, Ari Freyr Skúlason og Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Árni Gautur Arason
Hægri bakvörður: Ari Freyr Skúlason
Vinstri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðverðir: Indriði Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson
Tengiliðir: Helgi Valur Daníelsson, Jónas Guðni Sævarsson og Ólafur Ingi Skúlason
Hægri kantur: Steinþór Freyr Þorsteinsson
Vinstri kantur: Atli Guðnason
Framherji: Heiðar Helguson, fyrirliði