Umfjöllun: Naumur sigur Breiðabliks í bikarnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júlí 2009 19:57 Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Blika í fyrri hálfleik. Mynd/Rósa Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic
Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti