Formúla 1

Red Bull og Brawn hraðskeiðastir bíla í dag

Mark Webber hefur staðið í skugganum af Sebastian Vettel á árinu en náði betri tíma fyrstu æfingu á heimavelli Vettles.
Mark Webber hefur staðið í skugganum af Sebastian Vettel á árinu en náði betri tíma fyrstu æfingu á heimavelli Vettles. mynd: Getty Images

Red Bull og Brawn liðið var í fyrstu sætunum á fyrstu æfingi Formúlu 1 liða á Nurburgring brautinni í morgun. Mark Webber frá Ástralíu náði besta tíma, en Jenson Button frá Englandi varð annar.

Flestir eiga von á slag um sigur á milli ökumanna Red Bull og Brawn í mótinu um helgina, en rigningu er spáð meira og minna alla helgina. Það var reyndar þurrt á brautinni í morgun.

Munaði 0.381 sekúndu á Webber og Button, en sá fyrrnefdni hefur staðið nokkuð í skugganum af liðsfélaga sínum Sebastian Vettel á árinu. Vettel hefur unnið tvö mót og vann það síðasta sem var á Silverstone. Vettel náði aðeins áttunda besta tima í dag, en Ferrari menn voru meðal fremstu manna eftir mikla vinnu tæknimanna í bílum Felipe Massa og Kimi Raikkönen síðustu vikurnar.

Fjallað verður um allt það besta frá æfingum dagsins á Stöð 2 Sport í kvöld í sérstökum þætti.

Sjá tíma dagsins








Fleiri fréttir

Sjá meira


×