Vekja athygli á flokkunarkerfi 10. desember 2009 00:01 Ofbeldisleikur PEGI-merkið neðst í vinstra horni þessa tölvuleiks gefur til kynna að hann sé ekki ætlaður ungmennum undir átján ára aldri. Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður SAFT könnunarinnar 2009 sem tengjast tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga hér á landi. Samtökin vekja á því athygli að auki mynddiska séu tölvuleikir ein vinsælasta jólagjöfin til íslenskra barna. Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í vandræði þegar að því komi að velja tölvuleik sem henti aldri viðtakenda og því er bent sérstaklega á að velflestir leikir hafi til að bera sérstakar merkingar sem hjálpa eigi fólki. Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e. Pan European Games Information), sem er samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldurstakmörk fyrir gagnvirka leiki og kvikmyndir, er alla jafna að finna á framhlið tölvuleikjanna, neðst í vinstra horni. Með innleiðingu kerfisins í Evrópu var ætlunin að tryggja að ólögráða börn færu ekki í leiki eða hefðu aðgang að myndefni sem ekki væri við þeirra hæfi. Þá nýtur kerfið stuðnings framleiðenda leikjatölva. Í þeim hópi eru framleiðendur þeirra tölva sem útbreiddastar eru, svo sem PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefendur og fyrirtæki sem þróa gagnvirkra leiki og myndefni um alla Evrópu.- óká Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður SAFT könnunarinnar 2009 sem tengjast tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga hér á landi. Samtökin vekja á því athygli að auki mynddiska séu tölvuleikir ein vinsælasta jólagjöfin til íslenskra barna. Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í vandræði þegar að því komi að velja tölvuleik sem henti aldri viðtakenda og því er bent sérstaklega á að velflestir leikir hafi til að bera sérstakar merkingar sem hjálpa eigi fólki. Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e. Pan European Games Information), sem er samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldurstakmörk fyrir gagnvirka leiki og kvikmyndir, er alla jafna að finna á framhlið tölvuleikjanna, neðst í vinstra horni. Með innleiðingu kerfisins í Evrópu var ætlunin að tryggja að ólögráða börn færu ekki í leiki eða hefðu aðgang að myndefni sem ekki væri við þeirra hæfi. Þá nýtur kerfið stuðnings framleiðenda leikjatölva. Í þeim hópi eru framleiðendur þeirra tölva sem útbreiddastar eru, svo sem PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefendur og fyrirtæki sem þróa gagnvirkra leiki og myndefni um alla Evrópu.- óká
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira