Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar Breki Logason skrifar 2. apríl 2009 14:09 Frá mótmælunum fyrir fram Alþingishúsið í janúar. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag." Kosningar 2009 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag."
Kosningar 2009 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent