Cleveland Cavaliers hafa farið illa af stað í NBA-deildinni og tapað báðum leikjum sínum til þessa en í nótt tapaði liðið 101-91 fyrir Toronto Raptors.
LeBron James var að vanda stigahæstur hjá Cavaliers en hann var með þrefalda tvennu í leiknum, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og átti 12 stoðsendingar.
Boston Celtics spilaði grimman varnarleik gegn Charlotte Bobcats og hélt andstæðingum sínum undir sextíu stigum en lokatölur urðu 92-59. Þetta var annar sigurleikur Celtics í tveimur leikjum.
Ray Allen var stigahæstur hjá Celtics með 18 stig en Paul Pierce kom næstur með 15 stig.
Úrslitin í nótt:
Boston-Charlotte 92-59
Toronto-Cleveland 101-91
Atlanta-Indiana 120-109
Orlando-Philadelphi 120-106
Memphis-Detroit 74-96
Minnesota-New Jersey 95-93
Oklahoma-Sacramento 102-89
San Antonio-New Orleans 113-96
Denver-Utah 114-105
Golden State-Houston 107-108