Papar neyddir til nafnabreytingar 6. febrúar 2009 08:00 „Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi," segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. Það sem var í gangi var að tveir stofnmeðlimir Papa, þeir Georg Ólafsson og Hermann Ingi Hermannsson (úr Logum) höfðu tekið upp á því að endurvekja Papa-bandið og voru farnir að spila. „Þeir komu bara með lögbann og við nenntum ekki að standa í einhverju stríði," segir Vignir, bróðir Georgs, sem var í Pöpum og er í endurvöktu útgáfunni. Hljómsveitin heitir því Hrafnar í dag. „Í sjálfu sér skiptir engu hvað hljómsveitir heita eins lengi og þær eru skemmtilegar." „Eysteinn trommari fékk einkaleyfi á Papa-nafnið og við lítum svo á að Papar sé ekki starfandi lengur," segir Matti. Ekkert Papa-kombakk er í spilunum. „Þetta hjá þeim er dálítið eins og ef Jón Ólafsson og Halli Þorsteins myndu byrja að spila sem Sálin hans Jóns míns," segir Matti. Hrafnar leikur á Rás 2 í dag kl. 11 og Vignir segir bandið vera í gamla rokkinu og „írsku deildinni" - „Auðvitað flýtur svo eitthvert Papa-efni með. Það er ekki hægt að banna manni að spila það," segir hann.- drg Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi," segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. Það sem var í gangi var að tveir stofnmeðlimir Papa, þeir Georg Ólafsson og Hermann Ingi Hermannsson (úr Logum) höfðu tekið upp á því að endurvekja Papa-bandið og voru farnir að spila. „Þeir komu bara með lögbann og við nenntum ekki að standa í einhverju stríði," segir Vignir, bróðir Georgs, sem var í Pöpum og er í endurvöktu útgáfunni. Hljómsveitin heitir því Hrafnar í dag. „Í sjálfu sér skiptir engu hvað hljómsveitir heita eins lengi og þær eru skemmtilegar." „Eysteinn trommari fékk einkaleyfi á Papa-nafnið og við lítum svo á að Papar sé ekki starfandi lengur," segir Matti. Ekkert Papa-kombakk er í spilunum. „Þetta hjá þeim er dálítið eins og ef Jón Ólafsson og Halli Þorsteins myndu byrja að spila sem Sálin hans Jóns míns," segir Matti. Hrafnar leikur á Rás 2 í dag kl. 11 og Vignir segir bandið vera í gamla rokkinu og „írsku deildinni" - „Auðvitað flýtur svo eitthvert Papa-efni með. Það er ekki hægt að banna manni að spila það," segir hann.- drg
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira