Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á golfmótum á næstunni eftir að konan hans greindist með brjóstakrabba.
Mickelson hefur verið giftur Amy konu sinni síðan árið 1996 og eiga þau saman þrjú börn.
Hann átti að keppa á tveimur mótum í Texas á næstu dgum en hefur dregið sig úr keppni til að vera með fjölskyldunni.
Óvíst er hvort hann getur tekið þátt í US Open í næsta mánuði.