Gamla lagið Þorsteinn Pálsson skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Nýr formaður Framsóknarflokksins tók ákvörðun um að búa til þriggja daga tafaferli með stjórnarandstöðunni í umfjöllun viðskiptanefndar Alþingis um Seðlabankafrumvarpið. Þessi atburður varpar skýru ljósi á tvennt: Breytta taflstöðu Framsóknarflokksins og ráðherraræðið sem herðir nú tökin á Alþingi. Viðbrögð forsætisráðherra við þessari leikfléttu eru athyglisverð með hliðsjón um umræðunni um stöðu Alþingis. Fátítt er, ef ekki dæmalaust, að forsætisráðherra banni forseta Alþingis að halda áfram þingfundum og ráðherrar neiti að svara fyrirspurnum þingmanna vegna ágreinings milli stuðningsflokka stjórnarinnar. Tilgangur forsætisráðherra með eins dags fundastoppi á Alþingi af þessum sökum er vafalaust sá að sýna samstarfsflokknum fram á að leikbrögð af þessu tagi hafi afleiðingar. Kenna þarf nýjum formanni Framsóknarflokksins lexíuna. Slík beiting ráðherraræðis gengur hins vegar þvert gegn þeim sterka straumi sem nú fellur fram til að styrkja stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Ugglaust kemur ýmsum í opna skjöldu að forsætisráðherra skuli synda gegn þeim straumi þegar á reynir. Hætt er við að stjórnkerfisbreytingar komi að litlu haldi Þegar ráðherraræðið er svo inngróið í eðli þeirra sem fara með valdið. Hugarfarsbreytingin skiptir í raun meira máli. þingfundastopp forsætisráðherra bendir hins vegar til að sú breyting hafi ekki átt sér stað. Látalæti Framsóknarflokksins eru ekki stór í sniðum. Þau sýna hins vegar að ný forysta er á góðri leið með að staðsetja Framsóknarflokkinn í litrofi stjórnmálanna þar sem hann var fyrir tíma Halldórs Ásgrímssonar. Áður fyrr starfaði Framsóknarflokkurinn ýmist til hægri eða vinstri og var að meðaltali á miðjunni. Halldór Ásgrímsson gerði flokkinn hins vegar að staðföstum málefnalegum miðjufloki. Guðni Ágústsson vann að því að koma honum aftur í gamla farið en vannst ekki tími til að ná því fram. Nýju forystunni er hins vegar að takast þetta á undraskömmum tíma. Enginn hætta er á að íhugun Framsóknarflokksins í viðskiptanefnd leiði til kröfu um frekari breytingar á frumvarpinu. Þegar skýrslan til Evrópubankans birtist verður þykkt hennar mæld. Niðurstaðan verður síðan sú að skýrslan sé of stór og flókin til að gefa megi henni frekari gaum að þessu sinni. Framsóknarflokkurinn er ekki á förum yfir til hægri. Hann er með látalátum eins og þessum aðeins að minna samstarfsflokkana á að samstarfið kostar. Það verður ekki fyrr en stjórnin lendir í alvöru pólitískum mótvindi að Framsóknarflokkurinn fer að snúa sér frá vinstri til hægri. Það eru að minnsta kosti eitt til tvö ár í þær aðstæður. Meðferð nýju flokksforystunnar á Evrópustefnunni sem flokksþingið samþykkti í janúar er annað og miklu stærra dæmi um að gamli Framsóknarflokkurinn er kominn aftur. Flokkurinn er í þeirri aðstöðu að geta sett þá stefnu sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku og náð henni fram. Það gerir hann hins vegar ekki. Í stað þess lýsir nýja forystan því yfir eins og forysta Samfylkingarinnar að Evrópumálin verði ekki tekin á dagskrá fyrr en forystumenn VG leyfi. Trúfesta við samþykkta stefnu hefði verið framlenging á Framsóknarflokki Halldórs Ásgrímssonar. Það lag hentar ekki eins og sakir standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun
Nýr formaður Framsóknarflokksins tók ákvörðun um að búa til þriggja daga tafaferli með stjórnarandstöðunni í umfjöllun viðskiptanefndar Alþingis um Seðlabankafrumvarpið. Þessi atburður varpar skýru ljósi á tvennt: Breytta taflstöðu Framsóknarflokksins og ráðherraræðið sem herðir nú tökin á Alþingi. Viðbrögð forsætisráðherra við þessari leikfléttu eru athyglisverð með hliðsjón um umræðunni um stöðu Alþingis. Fátítt er, ef ekki dæmalaust, að forsætisráðherra banni forseta Alþingis að halda áfram þingfundum og ráðherrar neiti að svara fyrirspurnum þingmanna vegna ágreinings milli stuðningsflokka stjórnarinnar. Tilgangur forsætisráðherra með eins dags fundastoppi á Alþingi af þessum sökum er vafalaust sá að sýna samstarfsflokknum fram á að leikbrögð af þessu tagi hafi afleiðingar. Kenna þarf nýjum formanni Framsóknarflokksins lexíuna. Slík beiting ráðherraræðis gengur hins vegar þvert gegn þeim sterka straumi sem nú fellur fram til að styrkja stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Ugglaust kemur ýmsum í opna skjöldu að forsætisráðherra skuli synda gegn þeim straumi þegar á reynir. Hætt er við að stjórnkerfisbreytingar komi að litlu haldi Þegar ráðherraræðið er svo inngróið í eðli þeirra sem fara með valdið. Hugarfarsbreytingin skiptir í raun meira máli. þingfundastopp forsætisráðherra bendir hins vegar til að sú breyting hafi ekki átt sér stað. Látalæti Framsóknarflokksins eru ekki stór í sniðum. Þau sýna hins vegar að ný forysta er á góðri leið með að staðsetja Framsóknarflokkinn í litrofi stjórnmálanna þar sem hann var fyrir tíma Halldórs Ásgrímssonar. Áður fyrr starfaði Framsóknarflokkurinn ýmist til hægri eða vinstri og var að meðaltali á miðjunni. Halldór Ásgrímsson gerði flokkinn hins vegar að staðföstum málefnalegum miðjufloki. Guðni Ágústsson vann að því að koma honum aftur í gamla farið en vannst ekki tími til að ná því fram. Nýju forystunni er hins vegar að takast þetta á undraskömmum tíma. Enginn hætta er á að íhugun Framsóknarflokksins í viðskiptanefnd leiði til kröfu um frekari breytingar á frumvarpinu. Þegar skýrslan til Evrópubankans birtist verður þykkt hennar mæld. Niðurstaðan verður síðan sú að skýrslan sé of stór og flókin til að gefa megi henni frekari gaum að þessu sinni. Framsóknarflokkurinn er ekki á förum yfir til hægri. Hann er með látalátum eins og þessum aðeins að minna samstarfsflokkana á að samstarfið kostar. Það verður ekki fyrr en stjórnin lendir í alvöru pólitískum mótvindi að Framsóknarflokkurinn fer að snúa sér frá vinstri til hægri. Það eru að minnsta kosti eitt til tvö ár í þær aðstæður. Meðferð nýju flokksforystunnar á Evrópustefnunni sem flokksþingið samþykkti í janúar er annað og miklu stærra dæmi um að gamli Framsóknarflokkurinn er kominn aftur. Flokkurinn er í þeirri aðstöðu að geta sett þá stefnu sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku og náð henni fram. Það gerir hann hins vegar ekki. Í stað þess lýsir nýja forystan því yfir eins og forysta Samfylkingarinnar að Evrópumálin verði ekki tekin á dagskrá fyrr en forystumenn VG leyfi. Trúfesta við samþykkta stefnu hefði verið framlenging á Framsóknarflokki Halldórs Ásgrímssonar. Það lag hentar ekki eins og sakir standa.