Sigfús Sigurðsson, handboltamaður úr Val, hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla og Handknattleikssambands Íslands þar sem að hann vill biðjast afsökunar á þeim orðum sem hann lét hafa eftir sér eftir annan leik Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn.
Yfirlýsingin frá Sigfúsi:
„Ég undirritaður, Sigfús Sigurðsson, harma þau ummæli sem höfð voru eftir mér að lokum leik okkar Valsmanna við Hauka í úrslitakeppni N1 deildar karla í gærkvöldi. Ég lét þessi ummæli falla í hita leiksins og eru þau hvorki mér né íþróttinni til framdráttar.
Virðingarfyllst og með handboltakveðju,
Sigfús Sigurðsson
Hér má sjá viðtalið við Sigfús á Vísi í gær.