Í kvöld fór fram keppnin „Berserkur" þar sem högglengstu kylfingar landsins í karla -og kvennaflokki öttu kappi.
Í karlaflokki fór Örvar Samúelsson úr GA með sigur af hólmi en Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO vann í kvennaflokki.
Örvar sló alls 333 metra eða sex metrum lengra en Pétur Óskar Sigurðsson úr GR sem sló 327 metra og endaði í öðru sætinu.
Eygló var með mikla yfirburði í kvennalfokknum en hún sló alls 306 metra eða um 23 metrum lengra en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem kom næsta á eftir með 283 metra.
Sigurvegararnir fengu Taylor Made R9 driver í verðlaun.