Öruggur sigur Vals í Kaplakrika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2009 19:11 Elvar Friðriksson fór mikinn í leiknum í kvöld og skoraði tíu mörk. Mynd/Anton Valur vann í kvöld nokkuð öruggan sigur á FH í Kaplakrika, 27-32, eftir að hafa tekið öll völd í leiknum í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var hins vegar jafn og spennandi og staðan 15-14, Val í vil, í leikhlé. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leikslok: FH - Valur 27-32 Leiknum er lokið og öruggur sigur Vals staðreynd. Helst gerðist á lokamínútum leiksins að besti maður Valsmanna í kvöld, Elvar Friðriksson, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kasta boltanum í andlit Daníels Andréssonar, markvarðar FH, í vítakasti. Það var þó greinilega óviljaverk en rauða spjaldið fékk Elvar engu að síður enda reglurnar skýrar hvað þetta varðar.Mörk FH: Bjarni Fritzson 9/4 Aron Pálmarsson 6/1 Sigursteinn Arndal 2 Sigurður Ágústsson 2 Ásbjörn Friðriksson 2 Örn Ingi Bjarkason 2 Hjörtur Hinriksson 1 Guðmundur Pedersen 1 Benedikt Kristinsson 1 Ólafur Gústafsson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 7/1 Daníel Freyr Andrésson 5/1 Mörk Vals: Elvar Friðriksson 10/4 Arnór Þór Gunnarsson 7 Ingvar Árnason 5 Hjalti Þór Pálmason 3 Sigurður Eggertsson 3 Heimir Örn Árnason 2 Sigfús Sigurðsson 1 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 15 55. mínúta: FH - Valur 23-30 Sóknarleikur FH er búinn að vera afar slakur í síðari hálfleik og Valsmenn hafa nýtt tækifærið vel og eiga sigurinn vísan. Vonbrigði heimamanna eru augljós.51. mínúta: FH - Valur 21-28 Valsmenn nú með sjö marka forystu og FH-ingum gengur ekkert í sóknarleiknum. Heimamenn taka leikhlé en þetta lítur alls ekki vel út fyrir þá - það verður að segjast. Öll skot Valsmanna virðast rata í markið. 46. mínúta: FH - Valur 20-25 FH-ingar eru nú ekki hættir en betur má ef duga skal. Þeir þurfa sérstaklega að stöðva Elvar Friðriksson sem hefur skorað tíu mörk Valsmanna. Þá hefur Ólafur Haukur einnig verið öflugur síðustu mínúturnar en hann hefur alls varið ellefu skot í leiknum. 38. mínúta: FH - Valur 18-22 "Strákar, eruð þið hættir?" spyr stuðningsmaður FH-inga. Það er skiljanleg spurning. Valur með boltann og getur komist í fimm marka forystu.36. mínúta: FH - Valur 17-20 Valur komið í þriggja marka forystu og er manni fleirri. Lítur ekki vel út fyrir heimamenn. 32. mínúta: FH - Valur 15-17 Síðari hálfleikur hafinn og Elvar Friðriksson tóku upp þráðinn frá því sem frá var horfið og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Valur aftur með tveggja marka forystu.Hálfleikur: FH - Valur 14-15 Valur komst í fyrsta sinn tveimur mörkum yfir í stöðunni 13-11 en FH náði að svara með tveimur mörkum í röð. Leikurinn er því enn í járnum en FH átti síðustu sóknina í hálfleiknum. Hafnfirðingar tóku leikhlé og höfðu fimmtán sekúndur til að jafna leikinn en Bjarni Fritzson átti allt of háa sendingu í hornið og þar með rann leiktíminn út.Mörk FH: Aron Pálmarsson 5/1 Bjarni Fritzson 3/1 Sigursteinn Arndal 2 Örn Ingi Bjarkason 2 Hjörtur Hinriksson 1 Guðmundur Pedersen 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 6/1 Daníel Freyr Andrésson 1 Mörk Vals: Elvar Friðriksson 7/3 Hjalti Þór Pálmason 2 Heimir Örn Árnason 2 Arnór Þór Gunnarsson 2 Ingvar Árnason 1 Sigfús Sigurðsson 1 Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 725. mínúta: FH - Valur 11-12 Enn og aftur hafa liðin skipst á að ná forystunni. Í þetta sinn Valur sem er tveimur fleirri eftir að Magnús Sigmundsson, markvörði FH, fékk brottvísun fyrir fullharkalega framgöngu í baráttu um frákast eftir að hann varði í markinu. Hjörtur Hinriksson hafði áður fengið að fjúka út af í annað skipti í leiknum.21. mínúta: FH - Valur 10-9 Valsmenn komust yfir, 8-7, þrátt fyrir að vera manni færri en enn og aftur náðu FH-ingar að svara fyrir sig og komast í forystu á nýjan leik. Valsmenn taka leikhlé til að reyna að fínpússa sóknarleikinn sinn. FH-ingar eru að keyra þetta áfram á mikilli baráttu og seiglu. Aron Pálmarsson hefur verið öflugur og skorað fjögur mörk, þar af eitt úr víti.16. mínúta: FH - Valur 7-6 FH-ingar enn með undirtökin í leiknum en naumt er það. Það vantar þó lítið upp á að Valsvörnin smelli en vörn FH-inga virðist ekki eins traustvekjandi.10. mínúta: FH - Valur 5-4 Valur skoraði þrjú mörk í röð og komst í 4-3 en FH hefur aftur náð forystunni. Hér er þrátt fyrir allt varnarleikurinn í fyrirrúmi og ekki síst markvarslan sem hefur verið fín. Það er mikil harka í þessum leik.4. mínúta: FH - Valur 3-1 Arnór lét verja frá sér víti fyrir Val og Aron svaraði hinum megin á vellinum með hörkuneglu. Sigfús Sigurðsson fór í Aron af miklu myndarskap og fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir. Aron hristir þetta af sér og heldur áfram.2. mínúta: FH - Valur 2-1 Leikurinn fer af stað með látum! Þrjú mörk á fyrstu mínútunni. Valur skoraði fyrsta markið en FH hefur svarað með tveimur. Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér frá Kaplakrika þar sem leikur FH og Vals í N1-deild karla fer senn að hefjast. Um gríðarlegan mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið. FH er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar en þó aðeins einu stigi frá fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í úrslitakeppnina nú í vor. Fram er sem stendur í fjórða sætinu með nítján stig en liðið mætir botnliði Víkings nú á sama tíma í kvöld. Þá mætir HK liði Stjörnunnar en þessi þrjú lið - HK, Fram og FH - eiga í harðri baráttu um 3.-4. sæti deildarinnar. Valur er í öðru sæti deildarinnar og getur minnkað forystu Hauka á toppnum í eitt stig með sigri í kvöld. Lokaleikur nítjándu umferðar fer svo fram á Akureyri á morgun þar sem heimamenn taka á móti toppliði Hauka. Olís-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Valur vann í kvöld nokkuð öruggan sigur á FH í Kaplakrika, 27-32, eftir að hafa tekið öll völd í leiknum í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var hins vegar jafn og spennandi og staðan 15-14, Val í vil, í leikhlé. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan. Leikslok: FH - Valur 27-32 Leiknum er lokið og öruggur sigur Vals staðreynd. Helst gerðist á lokamínútum leiksins að besti maður Valsmanna í kvöld, Elvar Friðriksson, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kasta boltanum í andlit Daníels Andréssonar, markvarðar FH, í vítakasti. Það var þó greinilega óviljaverk en rauða spjaldið fékk Elvar engu að síður enda reglurnar skýrar hvað þetta varðar.Mörk FH: Bjarni Fritzson 9/4 Aron Pálmarsson 6/1 Sigursteinn Arndal 2 Sigurður Ágústsson 2 Ásbjörn Friðriksson 2 Örn Ingi Bjarkason 2 Hjörtur Hinriksson 1 Guðmundur Pedersen 1 Benedikt Kristinsson 1 Ólafur Gústafsson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 7/1 Daníel Freyr Andrésson 5/1 Mörk Vals: Elvar Friðriksson 10/4 Arnór Þór Gunnarsson 7 Ingvar Árnason 5 Hjalti Þór Pálmason 3 Sigurður Eggertsson 3 Heimir Örn Árnason 2 Sigfús Sigurðsson 1 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 15 55. mínúta: FH - Valur 23-30 Sóknarleikur FH er búinn að vera afar slakur í síðari hálfleik og Valsmenn hafa nýtt tækifærið vel og eiga sigurinn vísan. Vonbrigði heimamanna eru augljós.51. mínúta: FH - Valur 21-28 Valsmenn nú með sjö marka forystu og FH-ingum gengur ekkert í sóknarleiknum. Heimamenn taka leikhlé en þetta lítur alls ekki vel út fyrir þá - það verður að segjast. Öll skot Valsmanna virðast rata í markið. 46. mínúta: FH - Valur 20-25 FH-ingar eru nú ekki hættir en betur má ef duga skal. Þeir þurfa sérstaklega að stöðva Elvar Friðriksson sem hefur skorað tíu mörk Valsmanna. Þá hefur Ólafur Haukur einnig verið öflugur síðustu mínúturnar en hann hefur alls varið ellefu skot í leiknum. 38. mínúta: FH - Valur 18-22 "Strákar, eruð þið hættir?" spyr stuðningsmaður FH-inga. Það er skiljanleg spurning. Valur með boltann og getur komist í fimm marka forystu.36. mínúta: FH - Valur 17-20 Valur komið í þriggja marka forystu og er manni fleirri. Lítur ekki vel út fyrir heimamenn. 32. mínúta: FH - Valur 15-17 Síðari hálfleikur hafinn og Elvar Friðriksson tóku upp þráðinn frá því sem frá var horfið og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Valur aftur með tveggja marka forystu.Hálfleikur: FH - Valur 14-15 Valur komst í fyrsta sinn tveimur mörkum yfir í stöðunni 13-11 en FH náði að svara með tveimur mörkum í röð. Leikurinn er því enn í járnum en FH átti síðustu sóknina í hálfleiknum. Hafnfirðingar tóku leikhlé og höfðu fimmtán sekúndur til að jafna leikinn en Bjarni Fritzson átti allt of háa sendingu í hornið og þar með rann leiktíminn út.Mörk FH: Aron Pálmarsson 5/1 Bjarni Fritzson 3/1 Sigursteinn Arndal 2 Örn Ingi Bjarkason 2 Hjörtur Hinriksson 1 Guðmundur Pedersen 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 6/1 Daníel Freyr Andrésson 1 Mörk Vals: Elvar Friðriksson 7/3 Hjalti Þór Pálmason 2 Heimir Örn Árnason 2 Arnór Þór Gunnarsson 2 Ingvar Árnason 1 Sigfús Sigurðsson 1 Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 725. mínúta: FH - Valur 11-12 Enn og aftur hafa liðin skipst á að ná forystunni. Í þetta sinn Valur sem er tveimur fleirri eftir að Magnús Sigmundsson, markvörði FH, fékk brottvísun fyrir fullharkalega framgöngu í baráttu um frákast eftir að hann varði í markinu. Hjörtur Hinriksson hafði áður fengið að fjúka út af í annað skipti í leiknum.21. mínúta: FH - Valur 10-9 Valsmenn komust yfir, 8-7, þrátt fyrir að vera manni færri en enn og aftur náðu FH-ingar að svara fyrir sig og komast í forystu á nýjan leik. Valsmenn taka leikhlé til að reyna að fínpússa sóknarleikinn sinn. FH-ingar eru að keyra þetta áfram á mikilli baráttu og seiglu. Aron Pálmarsson hefur verið öflugur og skorað fjögur mörk, þar af eitt úr víti.16. mínúta: FH - Valur 7-6 FH-ingar enn með undirtökin í leiknum en naumt er það. Það vantar þó lítið upp á að Valsvörnin smelli en vörn FH-inga virðist ekki eins traustvekjandi.10. mínúta: FH - Valur 5-4 Valur skoraði þrjú mörk í röð og komst í 4-3 en FH hefur aftur náð forystunni. Hér er þrátt fyrir allt varnarleikurinn í fyrirrúmi og ekki síst markvarslan sem hefur verið fín. Það er mikil harka í þessum leik.4. mínúta: FH - Valur 3-1 Arnór lét verja frá sér víti fyrir Val og Aron svaraði hinum megin á vellinum með hörkuneglu. Sigfús Sigurðsson fór í Aron af miklu myndarskap og fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir. Aron hristir þetta af sér og heldur áfram.2. mínúta: FH - Valur 2-1 Leikurinn fer af stað með látum! Þrjú mörk á fyrstu mínútunni. Valur skoraði fyrsta markið en FH hefur svarað með tveimur. Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér frá Kaplakrika þar sem leikur FH og Vals í N1-deild karla fer senn að hefjast. Um gríðarlegan mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið. FH er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar en þó aðeins einu stigi frá fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í úrslitakeppnina nú í vor. Fram er sem stendur í fjórða sætinu með nítján stig en liðið mætir botnliði Víkings nú á sama tíma í kvöld. Þá mætir HK liði Stjörnunnar en þessi þrjú lið - HK, Fram og FH - eiga í harðri baráttu um 3.-4. sæti deildarinnar. Valur er í öðru sæti deildarinnar og getur minnkað forystu Hauka á toppnum í eitt stig með sigri í kvöld. Lokaleikur nítjándu umferðar fer svo fram á Akureyri á morgun þar sem heimamenn taka á móti toppliði Hauka.
Olís-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira