Skrifar ævisögu Villa Vill 4. mars 2009 06:00 Um Vilhjálm hefur verið fjallað á ýmsa lund svo sem í blaða- og tímaritagreinum, minningartónleikum, í útvarpi og sjónvarpi. Og nú er komið að bók um kappann. „Ég fór með þessa hugmynd til þeirra og átti allt eins von á því að þeir vildu finna einhvern þekktan rithöfund í þetta verkefni. Og ég hefði kyngt þeim rökum. En maður hefur svo sem séð þekkta rithöfunda skrifa um bransann og fundist það uppskrúfað og skrítið," segir Jón Ólafsson tónlistarmaður. Hann hefur nú tekist á hendur það verkefni að rita ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar heitins, eins ástsælasta söngvara þjóðarinnar. Það er Sena sem gefur út og sætir tíðindum að útgáfufyrirtækið ætli nú að reyna fyrir sér í bókaútgáfu. „Við erum að skoða alla möguleika," segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu. Sá sem mun halda utan um bókaútgáfu Senu verður Jón Þór Eyþórsson. Að sögn Ísleifs fer Sena varlega af stað í þessum efnum og er ritun ævisögu Villa Vill fyrsta verkefnið. Stefnt er að tveimur til þremur titlum útgefnum fyrir næstu jól. Og munu þeir sverja sig í ætt þeirrar starfsemi sem Sena hefur staðið í. „Of snemmt er um þau að tala en þau eru tengd inn í tónlistarheiminn. Okkur líst mjög vel á Jón. Hann hefur „passion" fyrir þessu. Svo skiptir miklu máli að sá sem skrifar þessa bók sé með bransann í blóðinu. Þekki það hvernig er að vera í stúdíói og taka upp lög, að standa á sviði… vera tónlistarmaður. Og svo fær hann öflugan ritstjóra í lið með sér," segir Ísleifur. Sá ritstjóri er enginn annar en Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem mun vera Senu til ráðgjafar í bókaútgáfunni. Jón hefur ekki fengist við bókaskriftir áður en segir tíma til kominn að ögra sér. „Ég treysti mér í þetta og er ánægður með að þeir skuli sýna mér þetta traust. Þeir hafa séð eitthvað í gömlu sjónvarpsþáttunum mínum, einhverja glóð sem má breyta í bál." Jón er byrjaður á þessu verkefni sem krefst gríðarlega mikillar heimildarvinnu og stefnir Jón á að fara á söguslóðir, Akureyri og Lúxemborg þar sem Vilhjálmur bjó, auk þess sem hann ræðir við samferðamenn Vilhjálms. „Ég hef stúderað Vilhjálm og mér finnst sem hann hafi fyrst verið farinn að sýna virkilega hvað í honum bjó þegar hann féll frá. Var orðinn alvöru listamaður en ekki bara söngvari, til dæmis með þessa texta sína. Og farinn að hafa meiri áhrif." jakob@frettabladid.is Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég fór með þessa hugmynd til þeirra og átti allt eins von á því að þeir vildu finna einhvern þekktan rithöfund í þetta verkefni. Og ég hefði kyngt þeim rökum. En maður hefur svo sem séð þekkta rithöfunda skrifa um bransann og fundist það uppskrúfað og skrítið," segir Jón Ólafsson tónlistarmaður. Hann hefur nú tekist á hendur það verkefni að rita ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar heitins, eins ástsælasta söngvara þjóðarinnar. Það er Sena sem gefur út og sætir tíðindum að útgáfufyrirtækið ætli nú að reyna fyrir sér í bókaútgáfu. „Við erum að skoða alla möguleika," segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu. Sá sem mun halda utan um bókaútgáfu Senu verður Jón Þór Eyþórsson. Að sögn Ísleifs fer Sena varlega af stað í þessum efnum og er ritun ævisögu Villa Vill fyrsta verkefnið. Stefnt er að tveimur til þremur titlum útgefnum fyrir næstu jól. Og munu þeir sverja sig í ætt þeirrar starfsemi sem Sena hefur staðið í. „Of snemmt er um þau að tala en þau eru tengd inn í tónlistarheiminn. Okkur líst mjög vel á Jón. Hann hefur „passion" fyrir þessu. Svo skiptir miklu máli að sá sem skrifar þessa bók sé með bransann í blóðinu. Þekki það hvernig er að vera í stúdíói og taka upp lög, að standa á sviði… vera tónlistarmaður. Og svo fær hann öflugan ritstjóra í lið með sér," segir Ísleifur. Sá ritstjóri er enginn annar en Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem mun vera Senu til ráðgjafar í bókaútgáfunni. Jón hefur ekki fengist við bókaskriftir áður en segir tíma til kominn að ögra sér. „Ég treysti mér í þetta og er ánægður með að þeir skuli sýna mér þetta traust. Þeir hafa séð eitthvað í gömlu sjónvarpsþáttunum mínum, einhverja glóð sem má breyta í bál." Jón er byrjaður á þessu verkefni sem krefst gríðarlega mikillar heimildarvinnu og stefnir Jón á að fara á söguslóðir, Akureyri og Lúxemborg þar sem Vilhjálmur bjó, auk þess sem hann ræðir við samferðamenn Vilhjálms. „Ég hef stúderað Vilhjálm og mér finnst sem hann hafi fyrst verið farinn að sýna virkilega hvað í honum bjó þegar hann féll frá. Var orðinn alvöru listamaður en ekki bara söngvari, til dæmis með þessa texta sína. Og farinn að hafa meiri áhrif." jakob@frettabladid.is
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira