Róttæk fækkun sveitarfélaga 19. desember 2009 06:00 Vonlítil staða Álftaness frammi fyrir fjallháum skuldum hefur beint athyglinni að almennt bágbornu ástandi minni sveitarfélaga í landinu. Þegar sveitarfélag fær meira en 50 prósent sinna tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er augsýnilega eitthvað mikið bogið við forsendurnar sem menn gefa sér að baki því að viðhalda áfram slíkri rekstrareiningu. Alltof mörg sveitarfélög eru í þeim sporum að vera upp á sjóðinn komin á þennan hátt. Sjálfsagt leiða tiltölulega fáir útsvarsgreiðendur í þéttbýli að því hugann að töluverður hluti af útsvarinu þeirra rennur ekki til þess bæjarfélags sem þeir búa í, heldur til minni sveitarfélaga. Útsvar þéttbýlisbúanna er þannig notað til að niðurgreiða með beinum hætti þjónustu annars staðar, í stað þess að greiðslan sé nýtt í þágu þeirra sem reiða hana af hendi. Á þessu ári greiddu Reykvíkingar til dæmis ríflega 2,4 milljarða í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Til að setja þá tölu í samhengi þá var gert ráð fyrir um 2,3 milljarða króna sparnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár. Það þýðir aftur að ef Reykvíkingar hefðu haft útsvarið fyrir sig, þá hefðu þeir ekki þurft að skera neitt niður, en samt átt 100 milljónir króna eftir ef enginn hefði verið Jöfnunarsjóðurinn. Auðvitað er hér dregin upp mjög einfölduð mynd, en hún segir samt margt um hvernig álögunum er skipt. Sveitarfélög í landinu eru nú 77 talsins. Þar af eru 30 með færri en 500 íbúa og 15 með 500 til 1.000 íbúa. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að þessi minni sveitarfélög eru fæst sjálfbær, tölurnar tala sínu máli. Í sumar samþykkti ríkisstjórnin verkáætlun sem fékk nafnið 20/20 - Sóknaráætlun fyrir Ísland og á að vera liður í efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar, eins og þar segir. Fulltrúar Sóknaráætlunarinnar gerðu víðreist í haust og ræddu meðal annars löngu tímabæra hugmynd um róttæka fækkun sveitarfélaga, úr 77 í 17. Ef þessi tillaga verður að veruleika, verða Vestfirðir til dæmis eitt sveitarfélag og höfuðborgarsvæðið tvö til þrjú, í stað þeirra sjö sem eru þar nú. Þessar breytingar hanga að sjálfsögðu saman við endurskipulagningu á opinberri þjónustu og hvernig verkaskiptingunni milli ríkis og sveitarfélaganna er háttað. Hluti af því er að tryggja að sveitarfélögin verði nægilega burðug til að standa undir þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Nokkuð hefur skort á þá hlið mála undanfarin ár. Hugmyndin að baki Sóknaráætluninni er að hún sé þverpólitískt verkefni, unnið með þátttöku allra stjórnmálaflokka í nánu samráði við sveitarfélögin og aðila vinnumarkaðarins. Það er mikið þjóðþrifamál að sú samstaða náist. Í raun er markmið verkefnisins þannig vaxið að óþarfi á að vera að óttast annað, en reynsla undanfarinna mánaða gefur þó því miður fullt tilefni til svartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun
Vonlítil staða Álftaness frammi fyrir fjallháum skuldum hefur beint athyglinni að almennt bágbornu ástandi minni sveitarfélaga í landinu. Þegar sveitarfélag fær meira en 50 prósent sinna tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er augsýnilega eitthvað mikið bogið við forsendurnar sem menn gefa sér að baki því að viðhalda áfram slíkri rekstrareiningu. Alltof mörg sveitarfélög eru í þeim sporum að vera upp á sjóðinn komin á þennan hátt. Sjálfsagt leiða tiltölulega fáir útsvarsgreiðendur í þéttbýli að því hugann að töluverður hluti af útsvarinu þeirra rennur ekki til þess bæjarfélags sem þeir búa í, heldur til minni sveitarfélaga. Útsvar þéttbýlisbúanna er þannig notað til að niðurgreiða með beinum hætti þjónustu annars staðar, í stað þess að greiðslan sé nýtt í þágu þeirra sem reiða hana af hendi. Á þessu ári greiddu Reykvíkingar til dæmis ríflega 2,4 milljarða í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Til að setja þá tölu í samhengi þá var gert ráð fyrir um 2,3 milljarða króna sparnaði í endurskoðaðri fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár. Það þýðir aftur að ef Reykvíkingar hefðu haft útsvarið fyrir sig, þá hefðu þeir ekki þurft að skera neitt niður, en samt átt 100 milljónir króna eftir ef enginn hefði verið Jöfnunarsjóðurinn. Auðvitað er hér dregin upp mjög einfölduð mynd, en hún segir samt margt um hvernig álögunum er skipt. Sveitarfélög í landinu eru nú 77 talsins. Þar af eru 30 með færri en 500 íbúa og 15 með 500 til 1.000 íbúa. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að þessi minni sveitarfélög eru fæst sjálfbær, tölurnar tala sínu máli. Í sumar samþykkti ríkisstjórnin verkáætlun sem fékk nafnið 20/20 - Sóknaráætlun fyrir Ísland og á að vera liður í efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar, eins og þar segir. Fulltrúar Sóknaráætlunarinnar gerðu víðreist í haust og ræddu meðal annars löngu tímabæra hugmynd um róttæka fækkun sveitarfélaga, úr 77 í 17. Ef þessi tillaga verður að veruleika, verða Vestfirðir til dæmis eitt sveitarfélag og höfuðborgarsvæðið tvö til þrjú, í stað þeirra sjö sem eru þar nú. Þessar breytingar hanga að sjálfsögðu saman við endurskipulagningu á opinberri þjónustu og hvernig verkaskiptingunni milli ríkis og sveitarfélaganna er háttað. Hluti af því er að tryggja að sveitarfélögin verði nægilega burðug til að standa undir þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Nokkuð hefur skort á þá hlið mála undanfarin ár. Hugmyndin að baki Sóknaráætluninni er að hún sé þverpólitískt verkefni, unnið með þátttöku allra stjórnmálaflokka í nánu samráði við sveitarfélögin og aðila vinnumarkaðarins. Það er mikið þjóðþrifamál að sú samstaða náist. Í raun er markmið verkefnisins þannig vaxið að óþarfi á að vera að óttast annað, en reynsla undanfarinna mánaða gefur þó því miður fullt tilefni til svartsýni.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun