Golf

Birgir Leifur í 13. til 16. sæti á Benidorm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur.
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur. Mynd/Elísabet

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lenti í 13.-16. sæti á opna Villaitana-mótinu á Hi5 mótaröðinni á Spáni en mótinu lauk "Hvítu Ströndinni" á Benidorm í gær. Birgir Leifur lék hringina þrjá á 216 höggum eða á pari vallarins.

Birgir Leifur byrjaði mótið mjög vel og lék fyrsta hringinn á 69 höggum eða þremur höggum yfir pari. Hann lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og var síðan einu höggi yfir pari á lokahringnum.

Villaitana-mótið er ekki hluti af Evrópumótaröðinni og töluvert slakara en framundan eru þrjú mót á Evrópumótaröðinni sem fram fara á Spáni og Portúgal á næstu þremur vikum.

Næsta mótið hjá Birgi Leifi er Opan Madeira-mótið sem fram á Madeira-eyjunni sem tilheyrir Portúgal en er út á miðju Atlantshafinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×