Enski boltinn

De La Hoya spáir Marquez óvæntum sigri

Ómar Þorgeirsson skrifar
Oscar De La Hoya.
Oscar De La Hoya. Nordic photos/AFP

Gulldrengurinn Oscar De La Hoya hefur fulla trú á því að Mexíkóbúinn Juan Manuel Marquez geti orðið sá fyrsti til þess að vinna Bandaríkjamanninn Floyd Mayweather Jr þegar kapparnir mætast í hringnum um næstu helgi.

De La Hoya tapaði sjálfur fyrir Mayweather Jr árið 2007 en telur að Bandaríkjamaðurinn muni eiga erfitt uppdráttar eftir að hafa ekki keppt í tæp tvö ár.

„Ég hef það sterklega á tilfinningunni að Marquez muni vinna þennan bardaga. Ég fór og kíkti á hann æfa og hann virkar hraður og sterkur og ég held að hann muni koma Mayweather Jr í opna skjöldu," segir De La Hoya.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×