Umfjöllun: Valssigur í óspennandi bikarslag Elvar Geir Magnússon skrifar 7. desember 2009 20:57 Skemmtanagildið var ekki hátt á Hlíðarenda í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og Fram mættust. Þessi lið hafa lengi eldað grátt silfur saman en leikurinn í kvöld var óspennandi og hreinlega leiðinlegur áhorfs. Jafnræði var með liðunum í byrjun en svo reyndust Framarar lítil fyrirstaða fyrir Valsmenn sem komust með sigrinum í undanúrslit bikarsins, úrslitin 35-24. Staða þessara liða í deildinni er ólík. Valsarar sitja í öðru sæti, stigi frá toppnum, en Frömurum hefur gengið flest í mót og sitja í fallsæti með aðeins tvö stig. Það virtist allt stefna í jafnan leik í byrjun í gær en eftir að staðan var 7-7 þá skildu leiðir og staðan var skyndilega orðin 15-8 Val í vil. Heimamenn voru komnir með öll völd og höfðu sex marka forystu í hálfleik. Í lok fyrri hálfleiksins fékk Ingvar Árnason rauða spjaldið en það hafði lítil áhrif á Valsliðið sem hafði öll völd í seinni hálfleik. Gunnar Harðarson kom inn í hans stað og lék fantavel. Lítið var um markvörslu hjá Frömurum sem sýndu litla mótstöðu í vörninni. Þeir voru því auðveld bráð fyrir Valsmenn þar sem Elvar Friðriksson og Arnór Þór Gunnarsson áttu skínandi leik. Valsmenn því komnir í undanúrslit bikarkeppninnar og eiga því möguleika á að vinna bikarinn þriðja árið í röð. Valur - Fram 35-24 (18-12) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/3 (13/4), Elvar Friðriksson 9 (13), Fannar Friðgeirsson 5 (9), Orri Freyr Gíslason 4 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (4), Atli Már Báruson 2 (2), Ingvar Árnason 1 (1), Gunnar Harðarson 1 (1) Varin skot: Hlynur Morthens 11, Ingvar Guðmundsson 3 Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Gunnar Ingi 2, Arnór)Fiskuð víti: 4 (Fannar, Gunnar Ingi, Gunnar H., Arnór)Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram (skot): Arnar Birkir Hálfdánsson 6/3 (7/3), Haraldur Þorvarðarson 5 (7), Matthías Daðason 4 (5), Stefán Stefánsson 3 (6), Halldór J. Sigfússon 2 (3), Andri Berg Haraldsson 2 (7), Atli Steinar Siggeirsson 1 (2), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 8, Sigurður Örn Arnarsson 2. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Matthías 2, Arnar, Stefán, Halldór)Fiskuð víti: 3 (Halldór, Haraldur, Stefán) Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
Skemmtanagildið var ekki hátt á Hlíðarenda í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og Fram mættust. Þessi lið hafa lengi eldað grátt silfur saman en leikurinn í kvöld var óspennandi og hreinlega leiðinlegur áhorfs. Jafnræði var með liðunum í byrjun en svo reyndust Framarar lítil fyrirstaða fyrir Valsmenn sem komust með sigrinum í undanúrslit bikarsins, úrslitin 35-24. Staða þessara liða í deildinni er ólík. Valsarar sitja í öðru sæti, stigi frá toppnum, en Frömurum hefur gengið flest í mót og sitja í fallsæti með aðeins tvö stig. Það virtist allt stefna í jafnan leik í byrjun í gær en eftir að staðan var 7-7 þá skildu leiðir og staðan var skyndilega orðin 15-8 Val í vil. Heimamenn voru komnir með öll völd og höfðu sex marka forystu í hálfleik. Í lok fyrri hálfleiksins fékk Ingvar Árnason rauða spjaldið en það hafði lítil áhrif á Valsliðið sem hafði öll völd í seinni hálfleik. Gunnar Harðarson kom inn í hans stað og lék fantavel. Lítið var um markvörslu hjá Frömurum sem sýndu litla mótstöðu í vörninni. Þeir voru því auðveld bráð fyrir Valsmenn þar sem Elvar Friðriksson og Arnór Þór Gunnarsson áttu skínandi leik. Valsmenn því komnir í undanúrslit bikarkeppninnar og eiga því möguleika á að vinna bikarinn þriðja árið í röð. Valur - Fram 35-24 (18-12) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 10/3 (13/4), Elvar Friðriksson 9 (13), Fannar Friðgeirsson 5 (9), Orri Freyr Gíslason 4 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (4), Atli Már Báruson 2 (2), Ingvar Árnason 1 (1), Gunnar Harðarson 1 (1) Varin skot: Hlynur Morthens 11, Ingvar Guðmundsson 3 Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Gunnar Ingi 2, Arnór)Fiskuð víti: 4 (Fannar, Gunnar Ingi, Gunnar H., Arnór)Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram (skot): Arnar Birkir Hálfdánsson 6/3 (7/3), Haraldur Þorvarðarson 5 (7), Matthías Daðason 4 (5), Stefán Stefánsson 3 (6), Halldór J. Sigfússon 2 (3), Andri Berg Haraldsson 2 (7), Atli Steinar Siggeirsson 1 (2), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 8, Sigurður Örn Arnarsson 2. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Matthías 2, Arnar, Stefán, Halldór)Fiskuð víti: 3 (Halldór, Haraldur, Stefán) Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira