Umfjöllun: Afturelding hafði betur í nýliðaslagnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2010 20:58 Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Það var ótrúleg stemning í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi er heimamenn mættu Aftureldingu í nýliðaslag N1-deildar karla í kvöld. Svo fór að gestirnir höfðu betur, 26-24, í leik sem einkenndist fyrst og fremst að gríðarlega mikilli baráttu og á köflum miklum æsingi, bæði innan vallar sem og á áhorfendapöllunum. Jafnræði var með liðunum þar til að Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, lokaði markinu í um tíu mínútur í lok fyrri hálfleiks og gestirnir náðu að breyta stöðunni úr 7-6 í 7-11. En Selfyssingar náðu að skora tvö mikilvæg mörk á lokamínútu fyrri hálfleiks og laga þannig aðeins stöðuna áður en hálfleikurinn var flautaður af. Heimamenn tóku sig þó saman í andlitinu og bættu sig mikið, bæði í sókn og vörn, í síðari hálfleik og tóku völdin í leiknum. Á fimmtán mínútna kafla skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur og höfðu þægilega forystu, 20-17, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En þá virtist allt riðlast hjá Selfyssingum. Gestirnir fóru að skjóta grimmt að utan og komust í forystu með því að skora fjögur mörk í röð. Þeir nýttu sér meðbyrinn og náðu að sigla fram úr á lokamínútunum. Leikurinn var spennandi þar til á síðustu tveimur mínútunum er heimamenn misstu endanlega öll tök á leiknum og gestirnir tryggðu sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Hafþór sýndi frábær tilþrif í fyrri hálfleik en það dró undan honum í þeim síðari. En þegar gestirnir misstu markvörsluna þá stigu aðrir menn upp og kláruðu leikinn glæsilega. Bjarni Aron Þórðarson var atkvæðamikill á lokakaflanum og þeir Hrafn Ingvarsson og Jóhann Jóhansson létu einnig mikið af sér kveða. Varnarleikur beggja liða var ágætur í dag en sóknarleikurinn misjafn. Mosfellingar gátu þó sótt á fleiri mönnum og ekki fyrr en í síðari hálfleik að sóknarleikur heimamanna fór að dreifast á fleiri en bara þá Atla Kristinsson og Ragnar Jóhannsson. Birkir Bragason, markvörður Selfoss, átti einnig fínan síðari hálfleik, sem dugði þó ekki til þegar uppi var staðið. Selfoss - Afturelding 24 - 26 (9-11) Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 7 (18), Ragnar Jóhannsson 6 (13/1), Guðjón F. Drengsson 5/2 (8/3), Helgi Héðinsson 2 (3), Hörður Bjarnason 1 (2), Atli Einarsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (2), Árni Steinþórsson 1 (2), Eyþór Lárusson (1). Varin skot: Birkir Bragason 16 (42/2, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón F. 1, Atli 1, Ragnar 1). Fiskuð víti: 4 (Atli 2, Eyþór 1, Ragnar 1). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 8/2 (13/2), Hrafn Ingvarsson 4 (8), Jón Andri Helgason 4 (6), Jóhann Jóhannsson 3 (6), Arnar Theódórsson 2 (4), Pétur Júníusson 2 (2), Ásgeir Jónsson 1 (2), Reynir Árnason 1 (2), Eyþór Vestmann 1 (1), Aron Gylfason (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 17/1 (36/3, 47%), Smári Guðfinsson 4/1 (9/1, 44%). Hraðaupphlaup: 6 (Jón Andri 3, Hrafn 2, Arnar 1). Fiskuð víti: 2 (Bjarni Aron, Þorkell, Ásgeir 1, Hrafn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Jónsson. Misstu línuna í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn