Freyr Brynjarsson, hornamaður Hauka, var afar duglegur við að búa til myndbönd fyrir félaga sína á síðustu leiktíð. Hann hefur verið rólegur í kvikmyndagerðinni í vetur en gerði undantekningu fyrir leikinn í dag.
Þá setti Freyr loksins saman myndband sem átti að kveikja í Haukunum fyrir oddaleikinn gegn Val. Það virðist hafa virkað.
Það er eðalbandið AC/DC sem leikur fyrir dansi í myndbandinu en þar eru tilvitnanir í stórmenni kvikmyndasögunnar á borð við John J. Rambo og Rocky Balboa.
Sjón er sögu ríkari en hægt er að sjá myndbandið á heimasíðu Haukastrákanna hér.