Nýr hringur í skartgripalínunni Umvafin trú 19. desember 2010 06:00 Nýi hringurinn. Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir hefur sent frá sér nýjan hring í skartgripalínu sinni Umvafin trú eða Embracing Faith eins og línan heitir á ensku. „Þetta eru raunar tvær gerðir af hring," segir Brynja. „Ein standardtegund sem er hringur sem er eins og blóm í laginu, tilvaldir trúlofunarhringir og hægt að panta í 18 karata gulli en afgreiðslutíminn er þrír mánuður, og svo er ég með spinnerversjón af þeim hring. Sá er öllu meiri um sig og fer ekkert öllum, en það er mjög skemmtilegur mekanismi í honum."Brynja Sverris hefur mörg járn í eldinum.Skartgripalínan Umvafin trú endurspeglar drauminn um friðsamlega sambúð allra jarðarbúa af mismunandi kynflokkum á ólíkum menningarsvæðum. Trúartáknin fimm sem snúast á Bænahjólshringnum eru táknmyndir fyrir hin ótalmörgu trúarbrögð mannkynsins. Öll trúartáknin fá sama rúm og hafa sama gildi á hringnum sem tákn jafnréttis og samhljóms allra trúarbragða. Hluti ágóðans af skartgripalínunni Umvafin trú rennur til Íslandsdeildar Amnesty International en gripirnir eru unnir í Bretlandi og á Ítalíu. Brynja segir það vera draum sinn að geta látið vinna skartgripina á Íslandi en tæknin sé því miður ekki enn fyrir hendi. Hún hefur þó náið samband við Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar sem er þjónustuaðili skartgripanna á Íslandi.Hálsmen eftir Brynju úr línunni Umvafin trú.Brynja hefur að vanda mörg járn í eldinum. Hún er með innsetningu á sýningu eiginmanns síns, ljósmyndarans Brians Griffin, í St. Bernadines kirkjunni á Rue Poissy í París auk þess sem sýning á skartgripalínunni Embracing Faith stendur yfir í Magill's of London í Beckenham á Englandi. Hún segir líka ýmislegt annað í bígerð en er ekki tilbúin til að upplýsa hvað það er. „Það eina sem ég get sagt er að það eru spennandi tímar núna, nýir tímar," segir hún leyndardómsfull. fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Skartgripahönnuðurinn Brynja Sverrisdóttir hefur sent frá sér nýjan hring í skartgripalínu sinni Umvafin trú eða Embracing Faith eins og línan heitir á ensku. „Þetta eru raunar tvær gerðir af hring," segir Brynja. „Ein standardtegund sem er hringur sem er eins og blóm í laginu, tilvaldir trúlofunarhringir og hægt að panta í 18 karata gulli en afgreiðslutíminn er þrír mánuður, og svo er ég með spinnerversjón af þeim hring. Sá er öllu meiri um sig og fer ekkert öllum, en það er mjög skemmtilegur mekanismi í honum."Brynja Sverris hefur mörg járn í eldinum.Skartgripalínan Umvafin trú endurspeglar drauminn um friðsamlega sambúð allra jarðarbúa af mismunandi kynflokkum á ólíkum menningarsvæðum. Trúartáknin fimm sem snúast á Bænahjólshringnum eru táknmyndir fyrir hin ótalmörgu trúarbrögð mannkynsins. Öll trúartáknin fá sama rúm og hafa sama gildi á hringnum sem tákn jafnréttis og samhljóms allra trúarbragða. Hluti ágóðans af skartgripalínunni Umvafin trú rennur til Íslandsdeildar Amnesty International en gripirnir eru unnir í Bretlandi og á Ítalíu. Brynja segir það vera draum sinn að geta látið vinna skartgripina á Íslandi en tæknin sé því miður ekki enn fyrir hendi. Hún hefur þó náið samband við Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfasonar sem er þjónustuaðili skartgripanna á Íslandi.Hálsmen eftir Brynju úr línunni Umvafin trú.Brynja hefur að vanda mörg járn í eldinum. Hún er með innsetningu á sýningu eiginmanns síns, ljósmyndarans Brians Griffin, í St. Bernadines kirkjunni á Rue Poissy í París auk þess sem sýning á skartgripalínunni Embracing Faith stendur yfir í Magill's of London í Beckenham á Englandi. Hún segir líka ýmislegt annað í bígerð en er ekki tilbúin til að upplýsa hvað það er. „Það eina sem ég get sagt er að það eru spennandi tímar núna, nýir tímar," segir hún leyndardómsfull. fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira