Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning 1. júní 2010 13:30 Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu. Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A - landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi. Þessi tímamótasamningur, sem er til tveggja ára, var undirritaður á blaðamannafundi fyrr í dag af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Einn allra mikilvægasti liðurinn í samkomulaginu er að Stöð 2 Sport fjallar í stórauknum mæli um fótboltaiðkun yngri flokka. Verður það m.a. gert með ítarlegri umfjöllun um sumarmótin vinsælu, sem Stöð 2 Sport hefur þegar gert góð skil í sérstökum þáttum undanfarin sumur. Að auki verða framleiddir og sýndir með reglubundnum hætti á Stöð 2 Sport vandaðir og skemmtilegir þættir um fóltboltaiðkun ungs fólks og munu sportstöðvar Stöðvar 2 einnig taka að sér framleiðslu og sýningar á kennslumyndböndum í boltatækni. Í tilefni samningsins segir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ: "Stöð 2 Sport hefur til margra ára sýnt frá íslenskri knattspyrnu í góðu samstarfi við KSÍ og það er ánægjulegt að með samningi þessum munu útsendingar frá íslenskri knattspyrnu enn aukast sem og þáttagerð um knattspyrnu fyrir yngstu iðkendur. Það er von KSÍ að þessi samningur auki enn á vinsældir knattspyrnunnar á Íslandi." Ari lýsti jafnframt yfir ánægju sinni fyrir hönd 365 miðla með það að þetta víðtæka samkomulag sé nú í höfn: „Aukin þáttagerð tengd iðkun ungmenna er liður í áherslubeytingum á Sportstöðvunum þar sem meiri áhersla er lögð á fjölskylduefni samhliða útsendingum frá stærstu íþróttaviðburðum hér á landi og um heim allan. Okkur rennur líka blóðið til skyldunnar því að niðurstöður nýlegrar könnunar sýna fram á að Sportstöðvarnar höfða meira til fjölskyldna en við gerðum okkur grein fyrir. Sama könnun leiddi í ljós að það er vöntun á því efni sem við erum að leggja meiri áherslu á. Það má því segja að leiðir okkar og KSÍ liggja saman að því markmiði að bæta úr þessu." Stöð 2 Sport hefur undanfarin ár fjallað af myndarskap um keppni í efstu deild karla og sýnt beint frá fjölda leikja við góðar undirtektir áskrifenda. Í samkomulaginu felst að Stöð 2 Sport mun gera enn betur við íslenska knattpsyrnu í efstu deild. Með tilkomu samningsins mun Stöð 2 Sport nú að auki sýna beint frá 5 leikjum í bikarkeppni á hverju samningsári og til viðbótar við beinar útsendingar frá öllum helstu útileikjum A-landsliðs karla mun Stöð 2 Sport eftirleiðis sýna beint frá mikilvægum vináttulandsleikjum liðsins sem fram fara á heimavelli. Þessu til viðbótar felst í samningnum að 365 miðlar munu afhenda KSÍ á hverju samningsári hundruð áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þessar áskriftir hyggst KSÍ nýta til hvatningar og frekari uppbyggingar handa fótboltaæsku landsins með því að útdeila áskriftum með markvissum hætti til ungra fótboltaiðkenda sem skarað hafa fram úr á sviði knattleikni, stundvísi og ekki hvað síst háttvísi, bæði á æfingum og í keppni. Síðast en ekki síst hafa 365 miðlar og KSÍ áform um nýja fjármögnunarleið fyrir íþróttafélög þar sem þeim mun gefast kostur á að taka að sér sölu áskrifta að Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 gegn því að allt að 10 til 30% af sölutekjunum renni til viðkomandi félags á þriggja ára tímabili. Að mati samningsaðila er þetta sérstaklega mikilvægt á tímum eins og þessum þegar að þrengt hefur að í íslensku viðskiptalífi sem hefur í minni mæli verið aflögufært til stuðnings íslenskri knattspyrnu.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira