Umfjöllun: Fimmti sigur HK í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2010 21:02 Bjarki Már Elíasson skoraði 11 mörk í kvöld. Mynd/Stefán HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira