Umfjöllun: Haukar bundu endi á einokun Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 27. febrúar 2010 20:13 Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson í mikilli baráttu við varnarmenn Vals. Mynd/Daníel Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira