Sápukúlur í valdabaráttu 28. ágúst 2010 08:00 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning. Veruleikinn er nokkuð á annan veg. Það veit ráðherrann jafn vel og aðrir talsmenn Heimssýnar. Þetta útspil á hins vegar rætur að rekja til þeirrar valdabaráttu sem nú er háð innan VG um völd og ráðherrastóla. Heimssýnararmar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins styðja Jón Bjarnason og órólegu deildina í VG í þeim átökum. Með því að ráðherrann hafði engin málefni til að styrkja stöðu sína í þessari baráttu var ákveðið að blása þessa staðhæfingu upp eins og hún væri sönn og sjá hvort það dygði ekki. Umsókn felur í sér markmið um aðild ef samningar takast. Við stígum þetta skref í þágu eigin hagsmuna. Ísland hefur þegar lagað sig að stærstum hluta regluverks Evrópusambandsins vegna EES-samningsins. Þar eru þó einhver óleyst mál sem þrýst verður á, til að mynda varðandi tölfræði-upplýsingar. Það hefði reyndar gerst óháð aðildarumsókn. Ugglaust mun koma þar í viðræðunum að Ísland þarf að sýna fram á hvernig það hyggst leysa mál þar sem breytinga er þörf eftir að aðildarsamningur verður samþykktur. Það á hins vegar ekkert skylt við þær fullyrðingar sem Heimssýn og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann nota í innanflokksátökunum. Það lýsir veikleika fjölmiðlunar í landinu að unnt skuli vera að rugla þjóðina í ríminu með ómálefnalegum sápukúlum af þessu tagi.2. Varasöm aðlögunHitt þarf að hafa í huga að ríkisstjórnin hefur unnið kappsamlega að því að staðfæra og innleiða regluverk eftir fyrirmynd frá sumum Evrópusambandslöndum án þess að nokkur ósk hafi komið fram um það. Þetta á fyrst og femst við í sjávarútvegsmálum.Í tuttugu ár hafa tvö markmið ráðið stefnunni í sjávarútvegsmálum. Annars vegar sjálfbærni veiða og hins vegar þjóðhagsleg hagkvæmni. Í flestum Evrópusambandslöndum hefur þessum tveimur markmiðum verið fórnað fyrir það markmið að fjölga störfum.Núverandi ríkisstjórn aðhyllist sömu sjónarmið í sjávarútvegsmálum og ríkir í flestum löndum Evrópusambandsins. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í nokkrum smáum skömmtun verið að koma þessari stefnu í framkvæmd. Þessi hugmyndafræði þjónar vel hagsmunum þeirra sem fá ný störf og geta hafið útgerð nýrra skipa. Hún kostar hins vegar eigendur auðlindarinnar, skattborgarana, mikla fjármuni. Þeir verða að standa undir óarðbærum rekstri. Enginn vill skrifa undir aðildarsamning ef því fylgir skuldbinding um að innleiða fiskveiðistjórnun af því tagi sem birst hefur í aðgerðum ríkisstjórnarinnar á þessu sviði fram til þessa. Sú aðlögun að Evrópuhugmyndafræði í sjávarútvegsmálum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur haft forystu um veikir samningsstöðu Íslands.Hvernig á að sannfæra Evrópusambandið um réttmætar kröfur Íslands í sjávarútvegsmálum ef við erum að innleiða vitleysur með fyrirmynd í regluverki þess sem við viljum á hinn bóginn verjast í samningaviðræðunum? Ástæða er til að ræða þessa aðlögun. Þversögnin í henni er raunveruleg og varasöm.3. Eyða þarf óvissu um afstöðu AlþingisÓrólega deildin í VG heldur því fram að forsendur fyrir stuðningi flokksins við umsókn að Evrópusambandinu séu brostnar. Heimssýnararmar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins styðja órólegu deildina í þessum málflutningi til að styrkja stöðu hennar í valdataflinu. Fulltrúar Heimssýnar hafa flutt þingsályktunartillögu um að draga aðildarumsóknina til baka. Sú tilgáta hefur heyrst að ríkisstjórnin myndi falla verði tillagan samþykkt. Eini stjórnarkosturinn sem þá blasir við er samstjórn órólegu deildar VG, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar. Slík stjórn er ugglaust markmið margra með valdabaráttunni sem fram fer á bak við tjöldin. Hitt gæti þó eins gerst að ríkisstjórnin sæti. Samfylkingin er málefnalega veikari flokkurinn í samstarfinu. Fram til þessa hefur hún ævinlega gefið eftir. Orkunýtingarmálin eru gott dæmi þar um. Svo er ekki unnt að útiloka að meirihlutinn frá í fyrra haldi. Allt eru þetta vangaveltur.Kjarni málsins er sá að ólíðandi er að vafi ríki um það hvort ársgömul ákvörðun Alþingis standi. Óskiljanlegt er hvers vegna ekki voru greidd atkvæði fyrir þinglok um þessa tillögu Heimssýnar.Mikilvægt er að Alþingi eyði þessari óvissu með atkvæðagreiðslu þegar í byrjun september. Allt annað er óásættanlegt gagnvart fólkinu í landinu. Hitt má líka vera ljóst að óbreytt ástand er ekki til þess fallið að styrkja stöðu Íslands út á við; svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning. Veruleikinn er nokkuð á annan veg. Það veit ráðherrann jafn vel og aðrir talsmenn Heimssýnar. Þetta útspil á hins vegar rætur að rekja til þeirrar valdabaráttu sem nú er háð innan VG um völd og ráðherrastóla. Heimssýnararmar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins styðja Jón Bjarnason og órólegu deildina í VG í þeim átökum. Með því að ráðherrann hafði engin málefni til að styrkja stöðu sína í þessari baráttu var ákveðið að blása þessa staðhæfingu upp eins og hún væri sönn og sjá hvort það dygði ekki. Umsókn felur í sér markmið um aðild ef samningar takast. Við stígum þetta skref í þágu eigin hagsmuna. Ísland hefur þegar lagað sig að stærstum hluta regluverks Evrópusambandsins vegna EES-samningsins. Þar eru þó einhver óleyst mál sem þrýst verður á, til að mynda varðandi tölfræði-upplýsingar. Það hefði reyndar gerst óháð aðildarumsókn. Ugglaust mun koma þar í viðræðunum að Ísland þarf að sýna fram á hvernig það hyggst leysa mál þar sem breytinga er þörf eftir að aðildarsamningur verður samþykktur. Það á hins vegar ekkert skylt við þær fullyrðingar sem Heimssýn og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann nota í innanflokksátökunum. Það lýsir veikleika fjölmiðlunar í landinu að unnt skuli vera að rugla þjóðina í ríminu með ómálefnalegum sápukúlum af þessu tagi.2. Varasöm aðlögunHitt þarf að hafa í huga að ríkisstjórnin hefur unnið kappsamlega að því að staðfæra og innleiða regluverk eftir fyrirmynd frá sumum Evrópusambandslöndum án þess að nokkur ósk hafi komið fram um það. Þetta á fyrst og femst við í sjávarútvegsmálum.Í tuttugu ár hafa tvö markmið ráðið stefnunni í sjávarútvegsmálum. Annars vegar sjálfbærni veiða og hins vegar þjóðhagsleg hagkvæmni. Í flestum Evrópusambandslöndum hefur þessum tveimur markmiðum verið fórnað fyrir það markmið að fjölga störfum.Núverandi ríkisstjórn aðhyllist sömu sjónarmið í sjávarútvegsmálum og ríkir í flestum löndum Evrópusambandsins. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í nokkrum smáum skömmtun verið að koma þessari stefnu í framkvæmd. Þessi hugmyndafræði þjónar vel hagsmunum þeirra sem fá ný störf og geta hafið útgerð nýrra skipa. Hún kostar hins vegar eigendur auðlindarinnar, skattborgarana, mikla fjármuni. Þeir verða að standa undir óarðbærum rekstri. Enginn vill skrifa undir aðildarsamning ef því fylgir skuldbinding um að innleiða fiskveiðistjórnun af því tagi sem birst hefur í aðgerðum ríkisstjórnarinnar á þessu sviði fram til þessa. Sú aðlögun að Evrópuhugmyndafræði í sjávarútvegsmálum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur haft forystu um veikir samningsstöðu Íslands.Hvernig á að sannfæra Evrópusambandið um réttmætar kröfur Íslands í sjávarútvegsmálum ef við erum að innleiða vitleysur með fyrirmynd í regluverki þess sem við viljum á hinn bóginn verjast í samningaviðræðunum? Ástæða er til að ræða þessa aðlögun. Þversögnin í henni er raunveruleg og varasöm.3. Eyða þarf óvissu um afstöðu AlþingisÓrólega deildin í VG heldur því fram að forsendur fyrir stuðningi flokksins við umsókn að Evrópusambandinu séu brostnar. Heimssýnararmar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins styðja órólegu deildina í þessum málflutningi til að styrkja stöðu hennar í valdataflinu. Fulltrúar Heimssýnar hafa flutt þingsályktunartillögu um að draga aðildarumsóknina til baka. Sú tilgáta hefur heyrst að ríkisstjórnin myndi falla verði tillagan samþykkt. Eini stjórnarkosturinn sem þá blasir við er samstjórn órólegu deildar VG, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar. Slík stjórn er ugglaust markmið margra með valdabaráttunni sem fram fer á bak við tjöldin. Hitt gæti þó eins gerst að ríkisstjórnin sæti. Samfylkingin er málefnalega veikari flokkurinn í samstarfinu. Fram til þessa hefur hún ævinlega gefið eftir. Orkunýtingarmálin eru gott dæmi þar um. Svo er ekki unnt að útiloka að meirihlutinn frá í fyrra haldi. Allt eru þetta vangaveltur.Kjarni málsins er sá að ólíðandi er að vafi ríki um það hvort ársgömul ákvörðun Alþingis standi. Óskiljanlegt er hvers vegna ekki voru greidd atkvæði fyrir þinglok um þessa tillögu Heimssýnar.Mikilvægt er að Alþingi eyði þessari óvissu með atkvæðagreiðslu þegar í byrjun september. Allt annað er óásættanlegt gagnvart fólkinu í landinu. Hitt má líka vera ljóst að óbreytt ástand er ekki til þess fallið að styrkja stöðu Íslands út á við; svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun