KR komst í kvöld áfram í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni karla eftir 2-1 sigur á 1. deildarliðs Fjölnis í Grafarvoginum.
Þessi lið áttust við í úrslitum bikarkeppninnar árið 2008 þar sem KR fór með sigur af hólmi, 1-0.
Aðstæður voru frábærar í Grafarvoginum - sólin skein og blankalogn. Fyrri hálfleikurinn var hinsvegar ekki í takt við veðurfarið, lítið var um færi og liði afar varnarsinnuð. KR var mjög mikið með boltann en Fjölnismenn lágu aftur og beittu hættulegum skyndisóknum með hröðum framherjum sínum.
Seinni hálfleikur bauð þó upp á meira fjör, snemma hálfleiks komust Fjölnismenn yfir þegar Aron Jóhannsson stal boltanum af varnarmönnum KR og lagði boltann fyrir Pétur Georg Markan sem þrumaði boltanum í þaknetið. KR-ingar lögðust í sókn eftir þetta og uppskáru mark á 61. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skallaði góða fyrirgjöf Skúla Jóns Friðgeirssonar í netið.
KR héldu áfram að pressa og Fjölnir beitti skyndisóknum. Það var svo KR sem skoraði næsta mark sem reyndist vera sigurmarkið. Óskar Örn Hauksson lék inn í teig þar sem hann var felldur og steig Björgólfur Takefusa á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hrafni í marki Fjölnis.
Fjölnismenn reyndu að bæta í sóknina eftir þetta og fékk Geir Kristinsson mjög gott færi á 78. mínútu en hann átti hörkuskalla úr horni sem Lars Ivar Moldsked varði glæsilega. KR fengu einnig nokkur færi en engin fleiri mörk litu dagsins ljós .
Fjölnir - KR 1-2
0-1 Pétur Georg Markan (50.)
1-1 Baldur Sigurðsson (61.)
1-2 Björgólfur Takefusa (75.)
Áhorfendur: 887
Dómari: Valgeir Valgeirsson.
Skot (á mark): 5-15 (3-7)
Varin skot: Hrafn 6 - Moldsked 2
Horn: 2-14
Aukaspyrnur fengnar: 13-9
Rangstöður: 0-4
Fjölnir (4-3-3):
Hrafn Davíðsson
Einar Markús Einarsson
(80. Styrmir Árnason)
Stanislav Vidakovic
Gunnar Valur Gunnarsson
Illugi Þór Gunnarsson
Ottó Marínó Ingason
Geir Kristinsson
Kristinn Freyr Sigurðsson
(73. Ágúst Þór Ágústsson)
Pétur Georg Markan
Aron Jóhannsson
Guðmundur Karl Guðmundsson
KR (4-5-1):
Lars Ivar Moldsked
Guðmundur Reynir Gunnarsson
Mark Rutgers
Grétar Sigfinnur Sigurðsson
Skúli Jón Friðgeirsson
Jordao Diogo
(46. Gunnar Örn Jónsson)
Baldur Sigurðsson
Bjarni Guðjónsson
Viktor Bjarki Arnarsson
(60. Kjartan Henry Finnbogason)
Óskar Örn Hauksson
(85. Gunnar Kristjánsson)
Björgólfur Takefusa
