Grindavík vann dramatískan 3-2 sigur á Þór Akureyri í Akraneshöllinni í dag í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla. Þór var 2-1 yfir í leiknum þegar Grindvíkingurinn Grétar Ólafur Hjartarson var rekinn útaf fimm mínútum fyrir leikslok en Grindavíkurliðið skoraði tvö mörk manni færri.
Þorsteinn Ingason og Kristján Steinn Magnússon komu Þórsurum tvisvar yfir í leiknum en Orri Freyr Hjaltalín jafnaði leikinn í 1-1.
Það voru síðan Jóhann Helgason og Gilles Mbang Ondo sem tryggðu Grindvíkingum 3-2 sigur eftir að varamaðurinn Grétar Ólafur Hjartarson fékk að líta rauða spjaldið.
Fylkir og Njarðvík gerðu síðan markalaust jafntefli í Egilshöllinni.
Upplýsingar um leikinn eru fengnar af fotbolti.net en það má finna ítarlegri umsögn um leikinn á síðunni eða með að smella hér.
Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
