Úrræði úrræðaleysisins Jónína Michaelsdóttir skrifar 21. desember 2010 06:00 Nú, þegar hátíð kærleika og friðar er að ganga í garð, er eins og ríkisstjórn landsins og flokkarnir sem að henni standa séu búnir að týna áttavitanum. Að venju er hampað því sem hentar hverju sinni, þótt það stangist á við fyrri yfirlýsingar og vandaða stjórnarrhætti. Samkvæmt stjórnarskrá eru alþingismenn ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. En þessa dagana eru skilaboðin þau, að flokkshollusta sé öllu æðri. Þeir sem eru trúir eigin sannfæringu, eru settir í skammarkrókinn af forsætisráðherra, og talað um þá eins og þeir séu ekki á vetur setjandi. Ráðherrann er sem fyrr ófeimin við að flagga því hverjir eru henni að skapi og hverjir ekki, og kórinn tekur undir.ÉG RÆÐ Það er næstum því spaugilegt að hlusta á stjórnarsinna tala eins og þeir séu í heiðarlegu deildinni. Allt öðruvísi en spillta liðið sem stjórnað áður, rétt eins og hrösun eins sé upprisa annars. Sjálfumgleðin og valdavíman er grímulaus. Ráðherra sem stendur í ræðustól og segir glaðhlakkalega: Nú ráðum við! aðrir flokkar komast ekki í stjórn á næstu árum", er ekki traustvekjandi." Ekki heldur sá sem segir með þótta: Ég ræð!" þegar málefni viðkomandi ráðuneytis eru til umfjöllunar. Svona getur fólk talað í saumaklúbbum og heima hjá sér, en það er býsna mikil gengisfelling á ráðherra í ræðustól sem vill láta taka sig alvarlega. Um leið má kannski taka ofan fyrir viðkomandi fyrir að vera ekki að fela valdagleðina. Viðurkenna þannig að hann er sjálfur gagntekinn af því sem hann ásakar aðra um. Og það má ríkisstjórnin eiga að hún hefur ekki farið í felur með hvað það er sem bindur hópinn saman. Við hverja þúfu sem hefur orðið á leið hennar, hafa forystumenn hennar staldrað við og horft einbeittir og alvörugefnir í myndavélar fjölmiðlamanna og fullvissað þjóðina um að, hvað sem í skærist, þá færi ríkisstjórnin ekki frá. Því mætti treysta.ER NÝTT ENDILEGA BETRA? Umæðan um nýtt fólk til ábyrgðar er á sveimi hér og þar. Árin fyrir hrun var mikil stemmning fyrir nýju fólki. Ungu fólki. Og það var skipt út með hraði í ýmsum stofnunum til að virkja þróttinn og menntunina. Allir vita hvernig það fór. Nýtt er ekki endilega betra. Það sem okkur gengur svo illa að skilja, er að manneskjan er alls staðar eins. Ákveðnar aðstæður kalla fram eitthvað sem blundar í hverjum og einum. Stundum skapandi kraft og nýja sýn á tilveruna, og stundum oflæti sem getur freistað þeirra sem veikir eru fyrir til misnotkunar á valdi. Í slíkri stöðu gleyma sumir að þessi staða er tímabundin. Kápa sem maður klæðist um tíma og leggur svo frá sér, og því varasamt að samsama sig tímabundnu stöðuheiti. Fyrir tíma prófkjaranna var meiri breidd í þingliðinu en nú er. Þingmenn voru á öllum aldri, með þekkingu og reynslu á því sem máli skipti, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, listum , menningu, íþróttum og skildi lögmál atvinnulífsins. Þetta var ekki endilega fólk sem sóttist eftir að komast á þing, kannski fólk sem aðrir sóttust eftir að fá þangað. Sitjandi ríkisstjórn virðist vilja hafa vit fyrir almenningi, sem er reyndar einkenni á vinstri stjórnum. Við þurfum því að vera á vaktinni. Ef við værum svift frelsinu fyrirvaralaust, myndum við finna fyrir því og veita viðnám, en þegar ríkisforsjánni er smeygt á okkur smám saman, tökum við ekki eftir því fyrr en ekki verður aftur snúið. Kannski erum við nú þegar skref fyrir skref að afsala okkur frelsi í skiptum fyrir forsjá, án þess að taka eftir því. Þeir sem komast til valda og ráða ferðinni í krafti stjórnmála eru kannski einstaklingar sem lítið eða ekkert vit hafa á atvinnulífinu. Og það eru þessir menn sem setja atvinnulífinu starfsskilyrði. Atvinnusaga landsins er vörðuð einkaframtaksmönnum sem með dirfsku og framsýni lögðu allt undir í uppbyggingu atvinnulífsins og braustryðjendastarfi á ýmsum sviðum.Engar félagslegar lausnir koma í staðinn fyrir slíka menn. Boð og bönn eru úrræði úrræðaleysisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun
Nú, þegar hátíð kærleika og friðar er að ganga í garð, er eins og ríkisstjórn landsins og flokkarnir sem að henni standa séu búnir að týna áttavitanum. Að venju er hampað því sem hentar hverju sinni, þótt það stangist á við fyrri yfirlýsingar og vandaða stjórnarrhætti. Samkvæmt stjórnarskrá eru alþingismenn ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. En þessa dagana eru skilaboðin þau, að flokkshollusta sé öllu æðri. Þeir sem eru trúir eigin sannfæringu, eru settir í skammarkrókinn af forsætisráðherra, og talað um þá eins og þeir séu ekki á vetur setjandi. Ráðherrann er sem fyrr ófeimin við að flagga því hverjir eru henni að skapi og hverjir ekki, og kórinn tekur undir.ÉG RÆÐ Það er næstum því spaugilegt að hlusta á stjórnarsinna tala eins og þeir séu í heiðarlegu deildinni. Allt öðruvísi en spillta liðið sem stjórnað áður, rétt eins og hrösun eins sé upprisa annars. Sjálfumgleðin og valdavíman er grímulaus. Ráðherra sem stendur í ræðustól og segir glaðhlakkalega: Nú ráðum við! aðrir flokkar komast ekki í stjórn á næstu árum", er ekki traustvekjandi." Ekki heldur sá sem segir með þótta: Ég ræð!" þegar málefni viðkomandi ráðuneytis eru til umfjöllunar. Svona getur fólk talað í saumaklúbbum og heima hjá sér, en það er býsna mikil gengisfelling á ráðherra í ræðustól sem vill láta taka sig alvarlega. Um leið má kannski taka ofan fyrir viðkomandi fyrir að vera ekki að fela valdagleðina. Viðurkenna þannig að hann er sjálfur gagntekinn af því sem hann ásakar aðra um. Og það má ríkisstjórnin eiga að hún hefur ekki farið í felur með hvað það er sem bindur hópinn saman. Við hverja þúfu sem hefur orðið á leið hennar, hafa forystumenn hennar staldrað við og horft einbeittir og alvörugefnir í myndavélar fjölmiðlamanna og fullvissað þjóðina um að, hvað sem í skærist, þá færi ríkisstjórnin ekki frá. Því mætti treysta.ER NÝTT ENDILEGA BETRA? Umæðan um nýtt fólk til ábyrgðar er á sveimi hér og þar. Árin fyrir hrun var mikil stemmning fyrir nýju fólki. Ungu fólki. Og það var skipt út með hraði í ýmsum stofnunum til að virkja þróttinn og menntunina. Allir vita hvernig það fór. Nýtt er ekki endilega betra. Það sem okkur gengur svo illa að skilja, er að manneskjan er alls staðar eins. Ákveðnar aðstæður kalla fram eitthvað sem blundar í hverjum og einum. Stundum skapandi kraft og nýja sýn á tilveruna, og stundum oflæti sem getur freistað þeirra sem veikir eru fyrir til misnotkunar á valdi. Í slíkri stöðu gleyma sumir að þessi staða er tímabundin. Kápa sem maður klæðist um tíma og leggur svo frá sér, og því varasamt að samsama sig tímabundnu stöðuheiti. Fyrir tíma prófkjaranna var meiri breidd í þingliðinu en nú er. Þingmenn voru á öllum aldri, með þekkingu og reynslu á því sem máli skipti, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, listum , menningu, íþróttum og skildi lögmál atvinnulífsins. Þetta var ekki endilega fólk sem sóttist eftir að komast á þing, kannski fólk sem aðrir sóttust eftir að fá þangað. Sitjandi ríkisstjórn virðist vilja hafa vit fyrir almenningi, sem er reyndar einkenni á vinstri stjórnum. Við þurfum því að vera á vaktinni. Ef við værum svift frelsinu fyrirvaralaust, myndum við finna fyrir því og veita viðnám, en þegar ríkisforsjánni er smeygt á okkur smám saman, tökum við ekki eftir því fyrr en ekki verður aftur snúið. Kannski erum við nú þegar skref fyrir skref að afsala okkur frelsi í skiptum fyrir forsjá, án þess að taka eftir því. Þeir sem komast til valda og ráða ferðinni í krafti stjórnmála eru kannski einstaklingar sem lítið eða ekkert vit hafa á atvinnulífinu. Og það eru þessir menn sem setja atvinnulífinu starfsskilyrði. Atvinnusaga landsins er vörðuð einkaframtaksmönnum sem með dirfsku og framsýni lögðu allt undir í uppbyggingu atvinnulífsins og braustryðjendastarfi á ýmsum sviðum.Engar félagslegar lausnir koma í staðinn fyrir slíka menn. Boð og bönn eru úrræði úrræðaleysisins
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun