Landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Fram. Nýi samningurinn er til tveggja ára.
Íris gekk í raðir Fram frá Gróttu fyrir síðasta tímabil og stóð sig afar vel í marki Fram í vetur en Framstúlkur urðu bikarmeistarar og töpuðu síðan í úrslitum Íslandsmótsins gegn Val.
Fram ætlar sér greinilega að næla í þann stóra næsta vetur en Einar Jónsson mun þjálfa liðið áfram.