Stáltaugar hjá Oosthuizen - Tiger missti af lestinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júlí 2010 20:15 Tiger gengur illa að finna sitt fyrra form. Hann var oft svekktur í dag. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Tiger Woods hefur ekki komist almennilega í gang og er búinn að missa af lestinni. Oosthuizen leiddi fyrir daginn í dag og héldu margir að hann myndi fara á taugum. Svo reyndist alls ekki vera því hann spilaði frábært golf og kom í hús á 69 höggum. Hann er samtals á 15 höggum undir pari og til alls líklegur á morgun. Englendingurinn Paul Casey var frábær í dag og lék á 67 höggum. Hann er samtals á 11 höggum undir pari og einn í öðru sæti. Tiger Woods lék á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hann er því samtals á 3 höggum undir pari. Hann fékk fjóra skolla og þrjá fugla. Svíinn Henrik Stenson lék frábærlega í dag og kom í hús á 67 höggum. Hann er á 7 höggum undir pari samtals og gæti blandað sér í baráttuna á morgun með álíka spilamennsku. Staða efstu manna: Louis Oosthuizen - 15 Paul Casey - 11 Martin Kaymer - 8 Henrik Stenson - 7 Alejandro Canizares - 7 Lee Westwood - 7 Dustin Johnson - 6 Tiger Woods - 3 Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Tiger Woods hefur ekki komist almennilega í gang og er búinn að missa af lestinni. Oosthuizen leiddi fyrir daginn í dag og héldu margir að hann myndi fara á taugum. Svo reyndist alls ekki vera því hann spilaði frábært golf og kom í hús á 69 höggum. Hann er samtals á 15 höggum undir pari og til alls líklegur á morgun. Englendingurinn Paul Casey var frábær í dag og lék á 67 höggum. Hann er samtals á 11 höggum undir pari og einn í öðru sæti. Tiger Woods lék á 73 höggum í dag eða einu höggi yfir pari. Hann er því samtals á 3 höggum undir pari. Hann fékk fjóra skolla og þrjá fugla. Svíinn Henrik Stenson lék frábærlega í dag og kom í hús á 67 höggum. Hann er á 7 höggum undir pari samtals og gæti blandað sér í baráttuna á morgun með álíka spilamennsku. Staða efstu manna: Louis Oosthuizen - 15 Paul Casey - 11 Martin Kaymer - 8 Henrik Stenson - 7 Alejandro Canizares - 7 Lee Westwood - 7 Dustin Johnson - 6 Tiger Woods - 3
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira