Tiger Woods tjáir sig á morgun - engar spurningar leyfðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2010 09:30 Tiger Woods og kona hans þegar allt lék í lyndi,. Mynd/Getty Images Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu. Golf Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu.
Golf Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira