Ekkert varð af því að franski markvörðurinn Fabien Barthez spilaði með KR gegn Þrótti í gær. Frétt Vísis um það í gær var aprílgabb en eins og flestir ættu að vita var 1. apríl í gær.
KR er engu að síður enn að leita sér að markverði fyrir sumarið. Hefði Barthez staðið á milli stanganna í leiknum hefði hann líklega frosið í hel enda vann KR leikinn 5-0 og lítið að gera í KR-markinu.
Hægt er að sjá aprílgabb íþróttadeildar Vísis hér að neðan.

