Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var að vonum kátur eftir að hans menn höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikarsins með sigri á bikarmeisturum Hauka.
"Þetta var hrikalega flottur karakter hjá mínum mínum sem lentu í miklum mótvindi. Ég á ekki til orð yfir þetta og er hrikalega stoltur af strákunum," sagði Reynir við Hjört Júlíus Hjartarson á Rúv eftir leikinn.
"Þetta var fínn leikur, miklar sveiflur og eflaust gaman að fylgast með honum."
Fram hefur verið á mikilli siglingu í vetur og ljóst að Reynir er að gera flotta hluti með liðið á sínu fyrsta ári með það.