Brynjar Björn Gunnarsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn Noregi á morgun er liðin hefja leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum. Mbl.is greinir frá þessu.
Brynjar varð fyrir meiðslum í leik með Reading um helgina og honum hefur ekki tekist að hrista þau meiðsl af sér í tíma.
Þetta er nokkuð áfall fyrir landsliðið enda Brynjar með reynslumeiri leikmönnum landsliðsins og einnig leikmaður sem ávallt gefur allt sitt til landsliðsins.