Það urðu stórtíðindi í íslenskum handbolta í kvöld er landsliðsmaðurinn Logi Geirsson skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH.
Logi kemur heim frá þýska félaginu Lemgo þar sem hann hefur leikið undanfarin ár eða allt frá því hann fór frá FH á sínum tíma.
Koma Loga er gríðarlegur hvalreki fyrir hið efnilega lið FH og ljóst að með hann innanborðs verða FH-ingar illviðráðanlegir næsta vetur. Fyrir hjá liðinu eru svo frábærir leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson og Bjarna Fritzson.
FH mun kynna Loga til leiks á blaðamannafundi í Kaplakrika á morgun klukkan 13.00.