Golf

GR vann tvöfalt í Sveitakeppninni í golfi - karlarnir unnu líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Már Stefánsson.
Stefán Már Stefánsson. Mynd/Arnþór
Karlasveit Golfklúbbs Reykjavíkur vann 3,5-1,5 sigur á Kili í úrslitaleiknum í Sveitakeppni karla í golfi og vann þar með titilinn í fyrsta sinn í sjö ár. Keppnin í 1. deildinni fór fram Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili.

Þetta er í 23. sinn sem GR fagnar sigri í Sveitakeppnini hjá körlunum og tíunda sinn sem GR vinnur tvöfalt en fyrr í dag tryggði kvennasveit klúbbsins sér sigurinn í 1. deild kvenna.

GR vann 3-2 sigur á heimamönnum í Keili í undanúrslitunum en Kjölur komst í úrslitin eftir 3-2 sigur á Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem vann Sveitakeppnina í fyrra.

Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur í karlaflokki er skipuð þeim Guðmundi Ágústi Kristjánssyni, Haraldi Franklín, Birgi Guðjónssyni, Arnari Snæ Hkonarsyni, Arnóri Inga Finnbjörnssyni, Þórði Rafni Gissuararsyni, Tryggva Péturssyni og Stefáni Má Stefánssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×