Handbolti

Björn Ingi: Leikgleðin skilar miklu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Ingi Friðþjófsson hefur staðið sig mjög vel í marki HK í upphafi leiktíðar og það breyttist ekki í kvöld er hans menn unnu góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka í N1-deild karla, 36-34.

„Við treystum á liðsheildina og lítum alla sem jafningja í þessu liði," sagði Björn Ingi eftir leikinn í kvöld. „Ég tel að leikgleðin sé sé stór þáttur í velgengninni."

„Við leggjum einnig mikla áherslu á æfingar okkar enda trúum við því að ef við stöndum okkur vel á æfingum þá gerist það sama í leikjunum."

HK er með frábært sóknarlið en vörn liðsins hefur einnig átt góða spretti, eins og í fyrri hálfleik í kvöld. „Við spilum alltaf mjög vel í vörninni í fyrri hálfleik. En vill það verða að við dettum niður í síðari hálfleik, líklega út af þreytu. Síðasta korterið hjá okkur er yfirleitt frekar lélegt. Þá dettur markvarslan niður um leið enda þetta tvennt nátengt."

Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að lítil breidd verði liðinu að falli þegar líða tekur á tímabilið. Sigurjón Friðbjörn Björnsson, hægri hornamaður, meiddist til að mynda illa á ökkla undir lok leiksins og óvíst hversu lengi hann verði frá.

„Meiðslin hjá Sjonna virtust vera mjög slæm en við eigum góða unga leikmenn fyrir utan byrjunarliðið og ég hef engar áhyggjur af breiddinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×